KVENNABLAÐIÐ

Typpið mun finna þig – Gagnkynhneigð, grunnskólinn og hinsegin fræðsla

Tekur kynfræðislukennsla í unglingadeildum grunnskóla tillit til hinsegin nemenda eða gengur hún út frá því að allir séu gagnkynhneigðir? Haldið verður málþing í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur um hinsegin fræðslu og kynfræðslu til hinsegin nemenda á morgun 12. apríl klukkan 16.00. Sólveig Rós, M.A. í stjórnmálafærði fjalla um rannsókn sína: Typpið mun finna þig: Gagnkynhneigð, grunnskólinn og hinsegin fræðsla.

 

Verkefnið er unnið í samstarfi við Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar og Skóla- og frístundasvið með styrk frá Nýsköpunarsjóði.  Markmið verkefnisins var að skoða hvort að kynfræðslukennsla í unglingadeildum grunnskóla Reykjavíkurborgar tæki tillit til hinsegin nemenda eða hvort að fræðslan gangi út frá því að nemendur séu gagnkynhneigðir. Niðurstöður úr rannsókninni gefa sterkar vísbendingar um að hinsegin kynfræðslu sé verulega ábótavant í grunnskólum borgarinnar. Niðurstöðurnar sýna jafnframt að þrátt fyrir það að kennarar reyni að hafa hinsegin nemendur í huga við kennslu þá er það upplifun nemenda að það sé gert ráð fyrir því að allir séu gagnkynhneigðir þangað til að annað kemur í ljós.

 

Mikil þögn ríkir um hinsegin kynvitundir og ódæmigerð kyneinkenni og hinsegin ungmenni upplifa kynjaðar væntingar um hvernig þeirra kynhegðun skuli vera. Því er hægt að segja að hinsegin nemendur séu ekki að fá kynfræðslu við sitt hæfi. Hér eru því mikil tækifæri til að bæta kennsluefni og kennsluaðferðir og opna umræðuna um fjölbreytileika nemenda og þeirra þarfir.

 

Jón Ingvar Kjaran, nýdoktor og aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands mun halda erindi sem ber heitið Hinsegin menntunarfræði og hinsegin fræðsla. Í erindinu ræðir hann inntak hinsegin menntunarfræða og veltir því fyrir sér hvernig hægt er að innleiða slíka nálgun í kennslu og skólastarfi. Enn fremur mun hann ræða núverandi Aðalnámskrá og hvað hún hefur að segja um hinsegin fræðslu. Að lokum mun hann velta því fyrir sér hvernig hinsegin fræðsla er framkvæmd innan skólakerfisins og hvað má gera betur í þeim efnum.

Rósa Guðný Arnardóttir sem starfar í Jafningjafræðslu Samtakanna ´78 mun  svo halda stutt erindi.

 

Umræður verða í lokin.

Málþingið hefst klukkan 16.00 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og er aðgangur ókeypis.

Boðið verður upp á kaffi, te, kleinur og ávexti á meðan á fyrirlestrum standa.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!