KVENNABLAÐIÐ

Lindsay Lohan er ástfangin

Hljótt hefur verið um hina stormasömu stjörnu Lindsay Lohan að undanförnu síðustu mánuði. Síðan hún var með sinn eigin raunveruleikaþátt árið 2014 hefur hún lítið gert. Það er þó í bgerð mynd með henni sem mun kallast The Shadow Within, en þar mún hún leika varúlf sem rannsakar morð!

Hin 29 ára gamla leikkona hefur þó fundið ástina að nýju: Lilo er að hitta Egor Tarabasov sem er 22 ára og erfingi viðskiptaveldis. Hittust þau í London í gegnum sameiginlegan vin. Þau hafa hist í um fjóra mánuði og samkvæmt TMZ er það nú þegar orðið alvarlegt. Hann kom til Bandaríkjanna um jólin og hitti Dinu móður Lindsay og hafa þau trú á að hann muni halda henni frá vandræðum. Egor er að stofna fyrirtæki í London og mun sennilega verða búsettur þar í framtíðinni.

lilo1

Póstar Lindsay myndum af nýju ástinni á Instagram, m.a. þessari þar sem hún segir: “Ég elska hann.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!