KVENNABLAÐIÐ

Æðislegir íspinnar á einni mínútu!

Tobba Marinósdóttir er ein þriggja kvenna er standa að gourmet vefsíðunni EATrvk Þar deila þær stöllur girnilegum uppskriftum með lesendum. Tobba leggur áherslu á hollar uppskriftir og oftar en ekki eru þær sykurlausar.


Þessir pinnar eru mjög frískandi, sætir og góðir. Við dóttir mín stútum stundum tveimur í röð ef við erum í stuði. Það besta er að þeir eru mjög hollir og innihalda örfáar hitaeiningar en mikla hamingju! Ekki skemmir fyrir að þeir taka í alvörunni bara eina mínútu í vinnslu fyrir utan frystitímann.

kokospinnar-641x1024

Íspinnar á 1 mín!
Þessir klikka aldrei. Börnin og ég elskum þá.
Innihaldsefni
  1. 200 ml kókosmjólk (ég nota Coconut Dream)
  2. Hindberja stevía (ég nota Via Health)
  3. Ávextir – ég notaði bláber og hindber
Leiðbeiningar
  1. Setjið 12 dropa af stevíu ut í mjólkina og hristið.
  2. Hellið hvert pinnamót 70% fullt.
  3. Setjið berin í mótið svo það sé fullt.
  4. Stingið lokinu á og setjið inn i frysti.
Athugasemdir
  1. Íspinnamótin fékk ég í IKEA fyrir einhverja hundraðkalla. Þessir pinnar eru æðislegir í barnaafmæli.
Höfundur: Tobba Marininósdóttir
12369253_921282051295540_7275239620498344832_n

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!