KVENNABLAÐIÐ

Þetta gerist ef þú heldur í þér! – Farðu oftar á klósettið!

Er hættulegt að halda í sér? Hvað gerist ef maður frestar því að létta á blöðrunni og lætur of langan tíma líða? Er hægt að fá sjúkdóma af því einu að fresta því að pissa? Spurningin er eðlleg, þó hún kunni að hljóma skringilega og flestir, ef ekki allir, hafa einhverju sinni haldið svo lengi í sér að slys hlaust af.

Með slysi á ritstjórn að sjálfsögðu við þvagslys; með öðrum orðum, að pissa i buxurnar í stað þess að komast alla leið inn á klósett. Fólk heldur í sér af ýmsum ástæðum, stundum til að ljúka máltíð, horfa á kvikmynd, leti getur líka verið um að kenna og svo framvegis.

Reyndar hefur blaðran svo ákveðið þanþol og þannig rúmast tæpir þrír desilítrar í meðalþvagblöðrunni, áður en léttiþörfin fer að gera vart við sig. Að halda í sér öðru hverju og stutt í senn er ekki hættulegt heilsunni, en ef athöfnin er endurtekin og viðkomandi heldur þvaginu lengi í sér í hvert sinn, getur þvagblaðran farið að gefa undan.

Þrálát þrjóska getur þannig leitt af sér blöðrubólgu, stíflaða þvagrás og jafnvel þráláta sýkingu sem engum þykir gaman að eiga við. Að ekki sé minnst á þá (ömurlegu) staðreynd að langvarandi tilhneiging til að halda þvaginu inni, getur í rás tímans leitt af sér þvagleka.

Stúlkurnar á ritstjórn eru í þeim töluðu farnar að létta á blöðrunni, en hér má sjá ágætt fræðslumyndband þar sem farið er ofan í saumana á því hvaða afleiðingar það hefur að þverskallast við að svara eðlilegu kalli náttúrunnar:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!