KVENNABLAÐIÐ

Hvort er betra að fara í sturtu á morgnana eða kvöldin?

Já, vísindin hafa svarið! Þegar kemur að því að hoppa í sturtu, ertu meira nátthrafn eða morguntýpan?

Ansi margir byrja daginn á sturtu á meðan öðrum finnst afar gott að fara í sturtu á kvöldin og fleygja sér uppí rúm tandurhrein og fersk.

En gæti verið ávinningur að fara í sturtu á ákveðnum tíma dags?

Í rauninni fer þetta eftir því hver þín markmið eru. Eins og með flest allt í lífinu þá eru ávinningar og ókostir við þetta sturtumál.

Ef þú þarft að vera sérlega skapandi, sem dæmi, þá er málið að fara í sturtu á „réttum” tíma, því það getur hjálpað þér að koma heilanum á fullt. En hver þú ert og hvað þú vilt gera þá er eflaust tími dags sem best er að fara í sturtu fyrir þig.

Hér eru nokkur sturtu-leyndarmál!

Þú ættir að fara í sturtu á morgnana ef …

Þú hefur feita húð. Ef þú ert í vandræðum með feita húð og hár þá er sturta á morgnana fyrir þig. Morgunsturtan er afskaplega góð fyrir feita húð og hár, því þegar þú sefur þá eykst þessi fita og morgunsturtan er tilvalin til að hreinsa svitaholur.

Ef þú ert skapandi persóna eða þarft að vera það vegna vinnunnar þá gætir þú hugsað um sturtuna eins og hugleiðslu, þú stígur inn í sturtuna, ert afslöppuð og sturtan kemur heilastarfseminni í gang.

Það getur líka komið fyrir að í sturtunni þá koma hugmyndirnar fljúgandi til þín og já, þess vegna eru til vatnsheldar minnisbækur.

Heimild: hellogiggles.com

Fleiri skemmtilegar heilsuumfjallanir má lesa á vef HEILSUTORG:

heilsutorg

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!