KVENNABLAÐIÐ

Caitlyn Jenner: „Ég stórefa að ég muni fara á stefnumót með annarri konu“

Caitlyn Jenner syrgir stundum sitt gamla sjálf og segir erfitt að segja skilið við Bruce. Þetta og fleira kemur fram í spánýrri stiklu sem sýnir brot úr annarri þáttaröð raunveruleikaseríunnar I am Cait sem fylgir gullverðlaunahafanum eftir og tekur meðal annars á endurfæðingu Ólympíufarans sem fæddist í líkama karlmanns fyrir ríflega sextíu árum síðan og undirgekkst kynleiðréttingarferli fyrir fáeinum misserum.

Svo virðist sem engu sé hlíft í framhaldsþáttaröðinni, en stiklan var frumsýnd nú á fimmtudag og veitir aðdáendum Caitlyn dýrmæta innsýn í líf hennar; þær hindranir sem þessi glæsta kona yfirsteig á árinu sem nú er liðið og hverju hún áorkaði.

Kris bregður ekki fyrir í stiklunni en hlýtt er á milli þeirra Caitlyn í dag
Kris bregður ekki fyrir í stiklunni en hlýtt er á milli þeirra Caitlyn í dag

Meðal þess sem fram kemur í stiklunni er afhending ökuskirteinis en Caitlyn bregst við á tilfinningaríkan máta og segir meðal annars, með nýtt ökuskírteini í höndum:

Stundum líður mér eins og ég sé að henda honum Bruce gamla út um gluggann. Kannski verðskuldar hann ekki að vera kvaddur á þennan hátt.

Þá má einnig sjá brot af langferðalagi Caitlyn í hópi nýrra vina og LGBT baráttufólks, sem á í heitum rökræðum sín á milli. Mótmælendur stilla Caitlyn upp við vegg og einnig má sjá Caitlyn hafna í þungum rökræðum vegna eigin ummæla um hjónavígslur samkynhneigðra, sem ollu miklum deilum.

Þá gefur Caitlyn einnig færi á persónulegum spurningum og ræðir viðhorf sín til maka:

Ég get ekki séð það fyrir mér að ég eigi eftir að fara á stefnumót með konu. Ég er þegar búin að gera það; ég á þrjár fyrrum eiginkonur. Þeim kafla er lokið.

Nýja serían verður frumsýnd vestanhafs í mars nk. en hér má sjá brotið:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!