KVENNABLAÐIÐ

Loksins! Tökur á Ofurstúlkunni (Wonder Woman) eru hafnar!

Ofurstúlkan er áþreifanleg, hún er væntanleg í kvikmyndahús og það sem meira er; hún styðst ekki við hjálp sér sterkari karla til að fremja afrek í þágu heimsfriðar.

Ofansagt er ekkert grín, en væntanleg er kvikmyndin um Ofurstúlkuna, eða Wonder Woman og standa tökur yfir um þessar mundir. Ofurstúlkunni mátti sjá bregða stuttlega fyrir í kynningarstiklu kvikmyndarinnar Batman v. Superman: Dawn of Justice sem frumsýnd var í sl. mánuði en það var bara forsmekkurinn, því Ofurstúlkan fær sína eigin kvikmynd, sem frumsýnd verður á næsta ári og mun einfaldlega bera heitið Wonder Woman.

Fyrsta kynningarstiklan var frumsýnd nú í vikunni og ef marka má innihald stiklunnar er ekki seinna vænna en að festa kaup á þrívíddargleraugum og leggja aura í sparibaukinn fyrir bíómiða. Ekki einungis er Ofurstúlkan er óstöðvandi í viðleitni sinni til að koma á jafnvægi í heiminum, heldur lifir hún æsispenandi lífi!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!