KVENNABLAÐIÐ

Brjóstgóða kántrígyðjan Dolly Parton fagnar 70 ára afmæli í dag!

Kántrísöngkonan brjóstgóða með glaðlyndislegu hárkollurnar, sjálf Dolly Parton, fagnar sjötíu ára afmæli sínu í dag, þann 19 janúar 2016. Dolly, sem enn er í fullu fjöri og gaf nýverið út breiðskífu, ólst upp ásamt 12 systkinum og foreldrum sínum í örsmáum viðarkofa við bág kjör og mátti hafa sig alla við þegar hún fluttist til Nashville, ung að árum.

Sjálf segir Dolly að fátæktin hafi aldrei skipt fjölskylduna máli og að mestu hafi umhyggjan skipt fyrir þau öll:

Við vorum vön að slá stöðunni upp í grín og sögðumst oft ekki hafa gert okkur grein fyrir því hversu fátæk við vorum fyrr en einhver vitringurinn tók í hnakkadrambið á okkur öllum og neyddi okkur til að horfast í augu við sannleikann.

Það er alveg rétt að fjölskyldan átti nær enga peninga, en við vorum rík á aðra vegu – við áttum nokkuð sem ekki er falt fyrir peninga. Þið vitið; ást og vináttu og gagnkvæman skilning.

Örlögin höfðu þó annað í huga fyrir Dolly, sem ung að aldri trítlaði upp í langferðabifreið með gítarinn í fanginu, hafnaði í Nashville og rambaði beint á eiginmann sinn þegar til stórborgarinnar var komið. Ekki leið á löngu þar til parið var gengið í hjónaband og framhaldið er flestum kunnugt.

Hér fer þá baráttusöngur hinnar sívinnandi stúlku og við fögnum með sjálfri Dolly Parton í dag, sem er með öllu ónæm fyrir álögum Elli kerlingar og syngur hér stórsmellinn 9 to 5 sem fyrir löngu hefur skipað sér klassískan sess í tónlistarsögunni:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!