KVENNABLAÐIÐ

Skyldulesning – „Til konunnar sem starir á símann og hunsar eigin börn; ég tek ofan fyrir þér”

Gullfalleg hvatningarorð ástralskrar móður, sem ræðst gegn útlitsdýrkun og ætlað er að stappa stálinu í aðra foreldra og þá sérstaklega mæður, hefur farið eins og eldur í sinu um Facebook undanfarna sólarhringa og ekki að undra.

Konan sem um ræðir heitir Constance Hall og heldur úti persónulegu bloggi en í opnu bréfi til allra mæðra sem eru að glíma við meðgönguþyngd, fæðingarþunglyndi og skekkta sjálfsmynd – allt frá vanmætti vegna óvæginnar gagnrýni og til efasemda um eigið ágæti, segir Constance að betra sé að éta kökuna en að sitja með sultardropa á nefi.

Auglýsing

Til konunnar á leikvellinum sem starði á símaskjáinn sinn og hunsaði eigin börn; ég tek ofan fyrir þér,” skrifar hún. Ég tek ofan fyrir þér því þú lætur bugast af samfélagslegum þrýstingi sem segir að þú eigir að hafa óskipta athygli, 24 tíma á dag. Ég tek ofan fyrir þér fyrir að gefa skít í hvað meðvitaðra mæðra-grúppan segir.”

Þá minnist Hall einnig á þær sterku mæður sem eru að glíma við fæðingarþunglyndi, þær mæður sem eiga fullt í fangi með uppvaskið og ráða lítið við þvottafjallið heima fyrir að ekki sé minnst á þær nýbökuðu mæður sem eiga í erfiðleikum með að losna við meðgöngu-kílóin margfrægu:

Þú ert í nýju starfi sem tekur allan sólarhringinn að sinna og færð ekki krónu að launum. Þessu starfi lýkur ekki fyrr en að 20 árum liðnum og það er EKKI góð hugmynd að leggja kökusneiðina til hliðar núna.” – segir Hall einnig og beinir orðum sínum til mæðra í yfirþyngd. Borðaðu kökuna, borðaðu alla bölvaða kökuna og til fjandans með þá sem voga sér að segja eitthvað við þeirri ákvörðun. Þó þú hafir nýverið eignast barn er ekki þar með sagt að líkamslögun þín sé skyndilega í almannaeign og að allir megi mynda sér opinskáa skoðun á vaxtarlagi þínu.”

Auglýsing

Facebook póstur Hall, sem má sjá á ensku hér að neðan – hefur hlotið lof, athygli og þakklæti frá ófáum mæðrum víða um veröld en þegar þetta er ritað hefur færslunni verið deilt 122.000 sinnum en tæplega 257.000 Facebook notendur hafa líkað við orð ástralska bloggarans. Þá eru óupptaldar þakkirnar sem Hall hefur fengið að launum fyrir hugrekkið og fallegu orðin, en athugasemdirnar telja nú u.þ.b. 21.000 og fer sú tala síhækkandi.

 

To the woman at the park, looking at her phone, ignoring her children,I salute you. For not giving into the public…

Posted by Constance Hall on Saturday, January 16, 2016

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!