KVENNABLAÐIÐ

Túrmerik heilsuskot: Afar gott fyrir ónæmiskerfið

Þetta er sko eitthvað til að byrja daginn á; turmerik súperskot til að koma kerfinu í gang og verja ónæmiskerfið. Prófaðu að taka eitt svona skot í 7 daga og athugaðu hvort þú finnir mun á þér.
Fresh-cut-turmeric

Hráefni:

1-2 hnúar af engifer

Hálf sítróna

1 hnúi af turmerik

Dass af cayenne pipar

Leiðbeiningar:

  1. Taktu til allt hráefni og vertu viss um að allt sé þvegið og tilbúið.
  2. Settu engifer, sítrónu og turmerik í safavél og vertu alveg viss um að þú náir öllum safa úr hráefninu.
  3. Skelltu safanum í skotglas og stráðu örlitlu af cayenne pipar yfir til að fá smá kikk í skotið.

Drekkið og njótið dagsins! 

heilsutorg

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!