KVENNABLAÐIÐ

Kryddað bananabrauð – Glúten og sykurlaust

Vissir þú að bananabrauð sem þú kaupir út í búð getur innihaldið allt að 11 teskeiðum af sykri í hverri sneið?

Hér er dásamleg uppskrift af bananabrauði, glúten og sykurlaust.

Hráefni:

 • ½ bolli af bókhveiti
 • ½ bolli af möndlumjöli
 • 1 ½ tsk af matarsóda
 • ½ tsk af kardimommum
 • 2 tsk af kanil
 • 1 tsk af engifer
 • ½ tsk af núggat
 • ½ tsk af vanillu dufti eða 1 tsk af vanilla extract
 • ½ tsk salt
 • 2 stór egg
 • ¼ bolli af fljótandi kókósolíu
 • ¼ bolli af mjólk að eigin vali
 • 1 tsk af eplaediki
 • 3 meðal stórir og þroskaðir banana

Til skreytingar:

 • 1 bolli af pecan hnetum
 • 1 msk af bókhveiti – klíðislaust og malað
 • ¼ tsk kanill
 • 1 msk kókósolía

Leiðbeiningar:

 1. Forhitið ofninn í 180 gráður og hyljið bökunarform með smjörpappír/bökunarpappír
 2. Takið stóra skál og blandið saman öllum þurru hráefnunum
 3. Í aðra skál skal hræra saman egg, kókósolíu, eplaediki og mjólk. Bætið svo saman við bönunum með því að stappa þá út í með gaffli. Ekki stappa þá í algjört mauk samt, hafið nokkra stærri bita með.
 4. Bætið núna saman við þurrefnin og hrærið þar til allt er alveg fullkomlega blandað saman.
 5. Setjið núna blönduna í bökunarform, dreifið pecan hnetunum yfir ásamt bókhveitinu þessu malaða, stráið síðan kanil og kókósolíunni yfir allt saman.
 6. Setjið formið í neðstu stillingu á ofninum og látið bakast í 45 mínútur eða þar til prjónn sem þú getur notað til að stynga í deigið kemur út hreinn. Ef þér finnast pecan hneturnar brúnast heldur hratt þá má setja álpappír yfir.
 7. Þegar brauðið er bakað þá skal leyfa því að kólna aðeins áður en það er tekið úr forminu. Svo skal skera í 12 sneiðar og bera fram volgt, hollt og gott bananabrauð.

Njótið vel! 

heilsutorg

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!