KVENNABLAÐIÐ

Fagurbleik Valentínusarlína væntanleg frá Kylie Jenner – #LipKitByKylie

Kylie Jenner kynnti nýja liti til sögunnar í eigin förðunarlínu fyrir fáeinum dögum, en áður eru komnir út þrír tónar af varaglossum ásamt varablýant í stíl; tríó sem seldist upp á sléttum sextíu sekúndum og gerði bókstaflega allt vitlaust í netheimum.

Upprunalega setti Kylie þrjá liti á markaðinn; Candy K, Dolce K og Brown K, en slík var aðsóknin að netþjónninn hrundi og varð raunveruleikastjarnan að ávarpa aðdáendur sína og biðjast afsökunar á uppseldum lager.

Færri komust að en vildu – fyrsta línan seldist upp á 60 sekúndum og krassaði netþjóninn: 

Enn hafa birgðir ekki verið endurnýjaðar, en fyrir fáeinum dögum deildi Kylie hins vegar ljósmynd sem lofar góðu – Instagram pósti þar sem hún afhjúpaði nýjasta litinn í línunni. Þá sagði Kylie við sama tækifæri að hún hyggist setja Valentínusarlínu á markað sem inniheldur þrjá nýja liti og ef marka má sýnishornið verða litirnir allir bleikir.

Svona kynnti Kylie nýju línuna á Instagram: 

 

Þá hvatti Kylie eigin aðdáendur til að velja nöfn á litina og senda sér tillögurnar í einkaskilaboðum, en stuttu seinna tilkynnti hún sigurvegarann, þakkaði þeim sem höfðu lagt orð í belg og greindi frá því að nýjasti liturinn verði kallaður Poise K.  

Poise K verður hluti af nýju línunni: 

Þá er bara að dusta rykið af greiðslukortinu og bíða þess að nýja línan komi á markað, færri munu eflaust komast að en vilja, ef marka má viðtökurnar við síðustu línu stúlkunnar …

Hér má sjá alla Valentínusarlínu Kylie: 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!