KVENNABLAÐIÐ

9 ömurlegustu kynlífsráð sem Cosmo hefur gefið út frá árinu 2010

Cosmo kann að vera kynlífsbiblía hinnar upplýstu nútímakonu (karlmenn glugga jú í glansritið líka) en ekki einu sinni Cosmo er óskeikult öllum stundum. Fyrir kemur að kynlífsgreinar Cosmo hreinlega umbylti öllum svefnherbergisvenjum … en sum ráðin eru hreint út sagt stórundarleg í eðli sínu.

Buzzfeed tók saman sprenghlægilegan lista sem sýnir hræðilegustu kynlífsráð sem komið hafa úr smiðju Cosmo undanfarin fimm ár og varð ritstjórn svo mikið um þegar listann góða bar fyrir augu að kaffibollinn flögraði niður á gólf af hlátursrokum ritstjóra.

Hér endurbirtum við samantekt Buzzfeed í íslenskri þýðingu, en myndir við grein eru fengnar héðan. Við leggjum til að enginn lesandi reyni nokkuð af því sem finna má á þessum lista, sem hreinlega leggur til brunasár á spangarsvæðinu, bragð af eyrnamerg á tungubroddinum og gott ef ekki lungabólgu af vitleysu einni saman.

 

Sleiktu mjúka blettinn fyrir framan eyrað á honum …

enhanced-31547-1448053102-2

(Mjúka blettinn? Hvaða mjúka blett …)

… farðu í rennandi blautum stuttermabol upp í rúm.

enhanced-20812-1448053114-1

(Vertu svo góð að loka glugganum fyrst.)

Ef þú rennir munninum eftir stút á björflösku ertu að minna hann á sinn eigin tittling.

enhanced-17982-1448053127-1

(Æ, nei …)

Krepptu báða hnefana og leggðu þá sitt hvoru megin við spangarsvæðið á honum og nuddaðu eins hratt og fast og þú getur í sitt hvora áttina.

enhanced-18821-1448052765-1

(Hæ! Maðurinn fær brunasár og getur ekki setið í heila viku á eftir …)

Kastaðu glerkúlum kæruleysislega yfir allt rúmið og njóttu svo ertandi áhrifana …

enhanced-31460-1448053304-1

(Af hverju ætti nokkrum að þykja gott að rúlla um á litlum glerkúlum?)

Farðu með fljótandi súkkulaðisósu upp í rúm og sprautaðu súkkulaðisósunni á alla þá líkamasparta á sjálfri þér sem þú vilt að hann sinni meira.

enhanced-19331-1448054334-1

( … hvað ef maðurinn skilur ekki ábendinguna og sleikir súkkulaðið ekki af …)

Talaðu með hreim. Þú færð bónusstig ef þú getur talað með margþættum breskum hreim.

enhanced-28181-1448053878-1

(Þetta skaltu gera ef ætlunin er að slíta sambandinu þá og þegar.)

Hættu í miðjum klíðum og bentu honum á litlu upptökuvélina sem þú komst fyrir í einu horninu á herberginu!

enhanced-17865-1448053631-5

(Nei. NEI. Nei.)

Biddu einhvern að fela sig inni í klæðaskáp … en ekki segja honum frá því!

enhanced-1174-1448054124-1

(Lögbann á Cosmo. Ekki meir!)

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!