KVENNABLAÐIÐ

Eva Dögg: Móðurhlutverkið og kvíðinn

Eva Dögg var 23 ára gömul þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn, en í einlægum pistli sem birtist á geðræktarvefnum KVÍÐI segir hún frá birtingarmyndum kvíðans á meðgöngu, togstreitu milli kvíða, ábyrgðar hennar sem móður og  hvaða úrræði hafa gagnast henni best.

Við birtum hér hluta úr pistli Evu Daggar með leyfi ritstjóra og bendum á Facebook síðu Kvíða en hér fer brot úr frásögn þessarar hugrökku, ungu móður:


Ég heiti Eva Dögg Hofland og er 26 ára gömul og vinn sem vaktstjóri á Hoflandsetrinu í Hveragerði.

Ég veit í raun og veru ekki almennilega hvenær ég byrjaði að finna fyrir kvíða en það eru komin allmörg ár síðan að ég byrjaði að stríða við kvíðann en það er ekki nema svona 4 ár síðan ég uppgvötaði fyrst og vissi alemennilega að þetta væri kvíði.

Fyrst var kvíðinn bara smá hnútur í maganum og mikið stress. En í dag að ef ég fæ svokölluð kvíðaköst þá spennist ég öll upp og byrja að titra og þarf að anda í gegnum það en það er ekki alltaf sem það tekst og ég get alveg farið á svokallaðan suðupunkt¨ þar sem ég enda bara á að gráta og vera svo alveg búin á því.

Það sem olli kvíðanum var líklega bara ýmsar aðstæður og áföll í gegnum lífið. Margt sem maður hefur þurft að kljást við og svo hjálpar ekki að vera með meðvirkni á háu stigi!

Minn flótti frá kvíðanum var að borða og er enn að borða þegar mér líður illa eða afneita þessu öllu alveg.

Ég var 23 ára þegar ég eignaðist litla engilinn minn.

Það hafði mikil áhrif á mig og ég hafði miklar áhyggjur alla meðgönguna um að þetta myndi aldrei ganga upp, að ég mundi aldrei fá að halda á henni og að ég einfaldlega væri ekki svona heppin. Og ég hélt alltaf að það væri eitthvað að og hafði miklar áhyggjur. Ég fór fyrst á lyf við kvíðanum þegar ég gekk með litluna mína og ég get alveg sagt að það var sko heldur betur stór ákvörðun hvort ég myndi vilja að vera að taka inn lyf kasólétt. En það hjálpaði mér helling að hafa tekið þá ákvörðun.

Ég var rosalega kvíðin fyrir því hvað tæki við og hvernig aðstæður myndu vera og ég viðurkenni bara það að fara af spítalanum með hana heim var rosalega erfitt. Ég var alveg með hnút í maganum en ég hafði fjölskyldu mína sem hjálpaði mér með þetta.

Hormónar og kvíði eru sko ekki góð blanda, það var mikið grátið og ég var mjög skapstygg og erfið á meðgöngunni.

Ég verð að viðurkenna að, já, kvíðinn hefur haft áhrif á þolinmæði mína gagnvart stelpunni minni og ég hef oft grátið og brotnað niður fyrir framan hana og við höfum oft grátið saman ef það eru erfiðar aðstæður sem ég höndlaði illa.

Ég reyni að anda í gegnum það ef ég finn að ég er að byrja að fá kvíðakast nálægt henni eða fer afsíðis. Ég hef svo sem ekki oft fengið kvíðakast í hennar návist þar sem mér líður alltaf best með henni og hún gerir lífið svo mikið betra.

Þessi grein er bútur og er birt í samstarfi við geðræktarvefinn KVÍÐI – smelltu HÉR til að lesa allan pistil Evu Dögg, sem fjallar um hvernig hægt er að sigrast á kvíða samhliða því að sinna móðurhlutverkinu: 

kvidi

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!