KVENNABLAÐIÐ

H E I L R Æ Ð I: „Hættu að velta því fyrir þér hvað öðru fólki finnst!“

Alveg er lífið dásamlegt. Hvað myndir þú segja þínu yngra sjálfi, ef þú fengir færi á að ferðast til fortíðar með tímavél og leggja fram skothelt heilræði sem myndi gagnast þér betur en nokkuð annað? 

Myndir þú hvetja þig til aukinnar hreyfingar, láta varnaðarorð falla eða hreinlega segja þínu yngra sjálfi að gefa allt í botn? Lifa hvern dag til fullnustu og láta skoðanir annarra um lönd og leið? Þessa gullmola lét fólk á öllum aldri falla í samtali við sitt yngra sjálf í dásamlegu kveðjumyndbandi sem CBC Radio One deildi með lesendum sínum þegar útvarpsþátturinn Wire Tap lagði af útsendingar fyrir skömmu.

Hvað myndir þú segja ef þú gætir ráðlagt þínu yngra sjálfi? 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!