KVENNABLAÐIÐ

Hvað segir uppáhalds HUNDATEGUNDIN um persónleika EIGANDANS?

Jafnvel hörðustu hundavinir verða allir að beygja sig undir sömu staðreynd; öll eigum við okkur eina tegund sem er í meira uppáhaldi en aðrar. Það er bara eðlilegt, rétt eins og ekki er erfitt að viðurkenna að hundar eru bráðskemmtileg dýr sem geta verið hrífandi og eftirsóknarverðir vinir.

Reyndar er svo ekki ofsögum sagt að ákveðnar manngerðir hrífist meir af einni tegund hunda en öðrum og svo langt viljum við ganga með staðhæfinguna að vitna í vísindalegar rannsóknir, máli okkar til stuðnings. Í alvöru, sú tegund hunda sem þú hrífst meira af en önnur segir meira um persónuleika þinn en ætla mætti!

Hér fara nokkrar skemmtilegar staðreyndir sem einkenna persónu þeirra sem hrífast af eftirfarandi hundategundunum:

980x (11)

Pit Bull:

Þeir sem hrifnastir eru af Pit Bull eru afar opnir og fordómalausir einstaklingar. Pit Bull hundar eru oft stimplaðir árásargjarnir en einmitt þess vegna eru þeir sem halda hvað mest upp á Pit Bull afar víðsýnir og eiga auðvelt með að setja sig í spor annarra; afslappaðir einstaklingar sem kæra sig kollótta um hvað öðrum finnst. Þar af leiðandi eru þeir hinir sömu oft skapandi í eðli sínu, sjálfsöruggir og sú saga gengur fjöllunum hærra að Pit Bull fólkið sé afar næmt á þarfir maka síns í svefnherberginu. Skemmtilegt!

980x (12)

Pomeranian:

Pomeranian hundar eru smágerðir, sætir og yndislegir og þannig eru þeir einstaklingar sem laðast að fyrrgreindri hundategund oftlega sagðir einmitt búa yfir fyrrgreindum persónueinkennum sjálfir. Pomeranian fólkið er afslappað og almennt á litið víðsýnt í eðli sínu. Pomeranian eru mjög fjörugir smáhundar og þannig eru eigendur þeirra oft ástríðufullir. Hugsið ykkur bara alla ástina og lífsgleðina sem rúmast fyrir í þessum örsmáu kroppum!

980x (13)

Greyhound:

Greyhound eigendur eru oftar en ekki sterkir og þöglir að upplagi; sjálfstæðir einstaklingar sem láta fæst orð falla nema nauðsyn sé og því eru þeir oftlega misskildir af umhverfinu, sem getur túlkað hegðun þeirra sem væga ógn. Hér fara manneskjur með sterka skapgerð og trygg fjölskyldutengsl, fólk sem heldur að jafnaði ró sinni í erfiðum aðstæðum og ber ekki tilfinningar sínar á torg. Greyhound fólkið býr yfir sterku innsæi, rétt eins og ferfættir vinir þeirra og skilur þig jafnvel betur en þú skilur sjálfa/n þig. Djúpt og örlítið spennandi, ekki satt?

980x (14)

Corgi:

Þeir sem heillast af Corgi smáhundum eru iðulega mjög félagslyndir einstaklingar. Þeir eru að jafnaði úthverfir og drekka í sig athygli frá umhverfinu. Corgi fólkið er málglatt, getur haldið uppi löngum samræðum og lætur flest flakka. Oftar en ekki eru þeir sem hrifnastir eru af Corgi smáhundunum jafnvel leikarar og tónlistarfólk. Corgi fólkið er atorkusamt, elska það að vera meðal fólks og að upplifa það besta sem ólíkir menningarheimar hafa upp á að bjóða. Corgi fólkið er orkumikið og getur verið snöggt upp á lagið, jafnvel örlítið þrjóskt og er fylgið sinni eigin sannfæringu!

980x (15)

Þýskur fjárhundur: (Schaeffer):

Þýskir fjárhundar eru þróttmiklir og þurfa á mikilli hreyfingu að halda og það sama gildir um eigendur þeirra og þá sem hrifnastir eru af þessari hundategund! Hér fara félagslyndir einstaklingar sem blómstra hvað best í hópi náinna vina. Að öllu jöfnu eru þessir einstaklingar úthverfir í eðli sínu og liggja ekki á skoðunum sínum; hér er um metnaðarfulla einstaklinga sem búa yfir ríku keppniseðli að ræða. Að því sögðu leggjum við til að þú skorir ekki þann á hólm sem heillast hvað mest af Schaeffer hundinum – því þú munt örugglega ekki sigra þá keppnisþrautina!

980x (16)

Collie hundar:

Collie aðdáendur eru einbeittir, búa yfir miklum viljastyrk og hafa gífurlegt úthald. Þeir eru ævintýragjarnir að upplagi og þróttmiklir í eðli sinu. Þeim finnst skemmtilegt að vera meðal fólks en kjósa þó iðulega að sitja í smærri hópum með góðum vinum og taka fámenn samkvæmi fram yfir fjölmenn mannamót þar sem kunningjar koma saman. Collie fólkið getur glímt við þráhyggjuhugsanir og leggur hart að sér til að ná takmarki sínu, en þeim fer betur að einbeita sér að einu markmiði í einu. Þetta fólk gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana og býr yfir gægt af þolinmæði.

980x (17)

Bulldog:

Bulldog fólkið eru sterkir og sjálfstæðir, úthverfir og félagslyndir einstaklingar. Þeir búa yfir sterkum sjálfsaga og eru flestir klassískar A-manneskjur sem getur á tíðum orkað hæfilega ógnandi fyrir annað fólk. Þó er ekkert að óttast, því Bulldog fólkið er trygglynt í eðli sínu. Þetta fólk ræktar fjölskylduböndin af alúð og kýs allra helst hlýja nánd við eigin ástvini. Bulldog fólkið þarf, rétt eins og ferfættir vinir þeirra, á sterkum aga, reglufestu og öryggi að halda.

980x (18)

Chihuahua:

Láttu ekki slúðrið ná þér til eyrna! Þó Chihuahua hundar hafi á sér orð fyrir að vera kjaftforar dekurdrósir gæti ekkert verið meira fjarri sannleikanum.  Chihuahua hundar og eigendur þeirra að sama skapi eru mjög skemmtilegir og auðveldir í umgengni. Þeir sem halda hvað mest upp á Chihuahua hundana eru hlýjir einstaklingar sem búa yfir ríkri samkennd og leita sannleikans ofar sögusögnum – sennilega stafar það síðastnefnda af þeirri staðreynd að þeir verða oft fyrir barðinu á dómhörku sjálfir. Þetta fólk leggur mikið upp úr því að líta vel út og klæðir sig gjarna í takt við tilefnið.

980x (19)

HUSKY: (Sleðahundar)

Husky eigendur eru metnaðargjarnir að eðlisfari og fæddir leiðtogar. Þetta fólk býr yfir nær ótæmandi viljastyrk og veit upp á hár hvers það óskar og hvernig það á að ná eigin markmiðum. Husky fólkið er iðulega verndandi í eðli sínu – tryggir vinir sem standa vörð um ástvini sína á ögurstundu. Þeir eru líkamlega atorkusamir og elska iþróttir, útivist og hreyfingu.

980x (20)

PUG:

Sagan hermir að sá sem ætlar sér að gerast Pug eigandi verði að búa yfir ríkri kíkmnigáfu og það er svo sannarlega ekki orðum ofaukið um þá sem hrífast af Pug! Í þennan hóp falla hláturmildir og lífsglaðir, fjörmiklir og jákvæðir einstaklingar. Þó eru þeir hinir sömu ekki mjög gefnir fyrir íþróttir og langvarandi útivist en það er allt í lagi! Pug fólkið elskar að láta dekra við sig og sækir í umhyggju þeirra sem standa þeim næst, rétt eins og litlu Pug hundarnir gera. Pug fólkið er að öllu jöfnu opið að eðlisfari og fordómalaust og hneigist oft til listsköpunar.

980x (21)

Labrador:

Labradorfólkið er afslappað, tekur lífinu hæfilega alvarlega og sækir í félagsskap annarra. Reyndar elskar Labradorfólkið að vera í kringum aðra og er félagslynt og afslappað að eðlisfari. Labradoreigendur eru klókir einstaklingar sem vita lengra en nef þeira nær, en þeir glíma þó oft við smávægilegan athyglisbrest. Þetta fólk er oft kvikt á fæti og þarfnast reglubundinnar hreyfingar, í þessum hópi má jafnvel finna íþróttaiðkendur en þó eru þeir hinir sömu heimakærir og kunna vel að meta ljúfar veitingar í góðra vina hópi. Labradorfólkið er trygglynt að upplagi og bregst aldrei vin í neyð, hverju sem á gengur.

980x (22)

Ástralski fjárhundurinn:

Ástralski fjárhundurinn er GRÍÐARLEGA þróttmikill og það sama gildir um eigendur þeirra og þá sem þessa hundategund elska! Hér er kraftmikið og lífsglatt fólk á ferð, sem elskar að vera stöðugt á ferðinni og þrífst best undir hæfilegu álagi. Þetta fólk lifir lífinu til fullnustu og er í stöðugri leit að nýjum ævintýrum og áskorunum. Oft er sagt um þá sem hrífast af áströlskum fjárhundum að þar fari sannir töffarar; ekki slæmt það!

980x (23)

Rottweiler:

Rottweiler fólkið getur oft orkað dálítið kraftmikið og jafnvel örlítið ógnandi í augum einhverra. Hér fara sjálfsöruggir einstaklingar, sem eru vissir um eigin getu og myndu ganga á heimsenda fyrir eigin ástvini. Rottweiler fólkið er þróttmikið og elskar hreyfingu, þessir einstaklingar búa yfir skörpu innsæi og eru góðum gáfum gæddir. Rottweiler fólkið er líka hugrakkt og áræðið, þetta eru oftlega þeir fyrstu sem stíga fram og bjóða fram aðstoð og lausn þegar vandi rís; ekki er óvenjulegt að Rottweiler fólkið taki jafnvel stjórn á erfiðum aðstæðum og leiði til farsælla lykta. Ef eitthvað fer úrskeiðis, getur þú alltaf stólað á þessa einstaklinga.

980x (24)

Golden Retriver:

Golden Retriver fólkið eru þeir einstaklingar sem flestir vilja umgangast. Þessir einstaklingar eru iðulega þægilegir í framkomu og geisla af öryggi, nægjusemi og hafa þægilega nærveru. Það er einfaldlega eitthvað við fyrrgreinda sem laðar að sér aðra einstaklinga og gerir þá spennandi við fyrstu kynni. Golden Retriver fólkið er friðelskandi og leitar lausna umfram allt. Þessir einstaklingar vilja fremur að allir njóti jafnrar hamingju, fremur en að hætta á óþægindi og vanlíðan. Golden retriver fólkið býr yfir nær endalausri þolinmæði og á fremur auðvelt með að setja sig í spor annarra; hér fara ástríðufullir hundavinir sem elska af öllu hjarta og hika ekki við að vaða eld og brennistein til að ná settum markmiðum í lífinu.

980x (25)

Beagle:

Dásamlegir grúskarar falla í þennan hóp; einstaklingar sem hrífast af nýjum lífslexíum. Þeir eru rannsakandi í eðli sínu og sjá tækifæri bak við hvert götuhorn á lífsins leið. Beagle fólkið lýkur aldrei í raun við að læra í lífinu, heldur drekkur í sig nýja þekkingu og er óhrætt við að bera upp nýjar spurningar. Stundum rekast Beagle aðdáendur á veggi í lífinu, þar sem ótæmandi fróðleiksþorsti þeirra sömu getur komið þeim í væg vandræði. En ætlun þeirra er þó að aldrei að hnýsast – þeir hinir sömu eru einfaldlega svo fullir áhuga um eðli lífsins. Skemmtilegt nokk þó er að Beagle aðdáendur eru nokkuð jafnlyndir og láta tilfinningarnar ekki hlaupa með sig í gönur; dásamlegir vinir sem vert er að eignast.

Þýtt og staðfært: The Dodo

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!