KVENNABLAÐIÐ

H E L F Y N D I Ð: Zoolander snýr aftur með Bláa stálið!

Zoolander aðdáendur; takið upp poppskálina, teygið ykkur í gosið og haldið ykkur fast – því fyrsta kynningarstikla Zoolander 2 er komin út!

Þó fjórtán ár séu nú liðin frá útgáfu fyrstu myndarinnar hefur Ben Stiller í hlutverki Zoolander engu gleymt og í tveggja mínútna langri kynningarstiklunni spyr hann meðal annars hvers vegna Guð hafi skapað ljótt fólk.

Blue Steel er á sínum stað, Zoolander er enn jafn grunnhygginn og sköpun mannskepnunnar kemur við sögu að hætti Stephen Hawking. Kvikmyndin verður frumsýnd vestanhafs þann 12 febrúar á næsta ári en auk Stiller fara Owen Wilson og Will Ferrel við sögu ásamt þeim Penelope Cruz og Kristen Wiig svo einhverjir séu nefndir. Sjálfur leikstýrir Stiller kvikmyndinni en þeir Stiller og Wilson tilkynntu um framhaldið á tískuvikunni í París í mars sl. með því að ganga pallana með sprenghlægilegum árangri:

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!