KVENNABLAÐIÐ

Hláturinn er besta meðalið

En hvað er svona hollt við hlátur og góðan húmor?

Húmor er smitandi. Hljómurinn af háværum hlátri er meira smitandi en kvef, nefrennsli eða hnerri.

Þegar við deilum hlátri þá tengir það okkur saman og eykur á hamingjuna og nándina okkar. Hlátur kveikir einnig á hollum líkamlegum breytingum í líkamanum.

Húmor og hlátur styrkir ónæmiskerfið, eflir orkuna, dregur úr verkjum og ver þig gegn þessu daglega stressi. Og það sem er best við þetta ókeypis lyf er að það er skemmtilegt og afar einfalt að nota.

Hlátur er öflugt meðal fyrir líkama og sál.

„Húmorinn þinn er eitt það kraftmesta tæki sem þú hefur til að hafa áhrif á skapið og tilfinningalega heilsu. Góður húmor stuðlar að góðri heilsu”. En þetta segir Paul E. McGhee, Ph.D.

Hlátur er öflugt mótvægi við stressi, verkjum og ágreiningi. Ekkert virkar eins hratt og ákveðið til að koma huga og líkama aftur í jafnvægi en að hlæja dátt. Húmor léttir á því sem hvílir á þér, hann gefur þér von, tengir þig við aðra og heldur þér á jörðinni með viðbrögðin í lagi.

Hláturinn er góður fyrir heilsuna

Hlátur slakar á öllum líkamanum. Góður einlægur hlátur losar um spennu og stress og slakar þannig á vöðvum í allt að 45 mínútur.

Hláturinn styrkir ónæmiskerfið

Hann dregur úr stress hormónum og eykur frumur ónæmiskerfisins og bætir þannig varnir líkamans gegn sjúkdómum.

Hlátur losar um endorfínið

Endorfín er líkamans náttúrulega efni sem lætur okkur líða vel.

Hlátur ver hjartað

Hláturinn eflir starfsemi æðakerfisins og eykur blóðflæðið sem ver þig svo gegn hjartaáfalli og öðrum tengdum sjúkdómum.

Þessi grein er bútur og er birt í samstarfi við heilsu- og lífsstílsvefinn HEILSUTORG – smelltu HÉR til lesa meira um líkamlegan, geðrænan og félagslegan ávinning þess að hlæja meira! 

heilsutorg

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!