KVENNABLAÐIÐ

Ferskt salat með klettasalati, avókadó, appelsínum, geitaosti, basilikku og myntu

Þetta er afar einfalt, ótrúlega gott og saðsamt. Ekkert kjaftæði og hollusta í hverjum bita! Ferskar appelsínurnar og nærandi avókadóið eiga eftir að koma þér skemmtilega á óvart! Tilvalið í hádgegismat um helgina eða sem léttur kvöldverður.

IMG_33571

Salat:

1. Avókadó flysjað og skorið í sneiðar.
2. Appelsínur hýðislausar skornar í sneiðar.
3. Handfylli af basil, klettasalati og myntu
4. Geitaostur
5. Fræ úr pomengrante ef þú færð þau einhvers staðar.

IMG_3318

salatdressing:

2 matsk. sítrónusafi
2 matsk. ólívuolía
1 matsk. hunang
1/4 tsk salt og svartur pipar

IMG_3311

Setjið allt sem á að fara í salatið í góða skál. Setjið allt sem fer í dressinguna í skál og þeytið saman með gaffli. Setjið dressinguna yfir salatið og myljið geitaostinn yfir. Skreytið með pomengranate fræum og njótið hvers bita!

IMG_33711

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!