KVENNABLAÐIÐ

L O K S I N S: Vekjaraklukkan CLOCKY flýr burtu ef þú reynir að BLUNDA!

Áttu erfitt með að vakna? Ert þú ein/n af þeim sem ýtir alltaf á BLUNDA hnappinn á vekjaraklukkunni aftur og aftur? Örvæntu eigi! Út er komin vekjaraklukka sem hleypur á brott! Í bókstaflegri merkingu!

Klukkan heitir Clocky og er rafknúin vekjaraklukka sem leyfir þér að BLUNDA einu sinni. En eftir fyrsta blundinn stekkur Clocky af náttborðinu og ekur á brott. Einmitt. Clocky bara brunar í burtu. Clocky þolir vel að láta sig falla úr eins metra hæð, keyrir á 4 x AAA batteríum og heldur áfram að tísta og kvarta og blikka meðan hún flýr af náttborðinu.

clocky-motorized-alarm-clock-nanda-home-210

Smá varúðarráð; Ekki setja vatnsglas á náttborðið ef Clocky er á borðinu – kortleggðu flóttaleið klukkunnar og gakktu úr skugga um að engir skaðlegir aðskotahlutir geti slasað Clocky á flóttanum. Klukkan er kná þó hún sé smá en hún er ekki ónæm fyrir hnjaski. Clocky er fáanleg gegnum AMAZON og er framleidd af fyrirtækinu Nanda Home.


Er Clocky eitthvað fyrir þig?

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!