KVENNABLAÐIÐ

4 staðir sem hann vill láta snerta sig á

Psst! Við ætlum að segja ykkur frá 4 stöðum á karlmannslíkamanum sem hann vill að þú snertir hann á en hann veit það ekki ennþá

Sannaðu að þú kannt svo sannarlega til verka þegar kemur að líkama karlmannsins með því að einbeita þér að vanræktum taugaendum.

Kjálkinn:
Þegar þú strýkur kjálka karlmanns ertu að segja undirmeðvitund hans að hann sé karlmannlegur og stæltur og það gefur honum egó boost. Byrjaðu við eyrnasneplana og strjúktu hægt að höku. Þetta örvara viðkvæma taugaenda í andliti hans. Ekki er verra að horfa í augu hans á meðan og halla þér svo að honum í heitan koss.

Handleggir:
Efsti hluti handleggja karlmanna er þakinn af hársekkjum og taugaendum. Vöðvarnir eru oft stífir og elska snertingu. Snúðu þér að honum og strjúktu handleggina upp og niður og horfðu á hann slaka á og vilja fá þig nær.

Læri:
Margar konur sleppa því í raun að kanna innanverð læri hans svo það gæti verið að hann yrði hissa þegar þú heldur í ferð þangað niður.
Gríptu varlega um fætur hans og glenntu þær aðeins í sundur. Strjúktu innanverð lærin ákveðið í átt að lim. Nuddaðu vöðvana og sleiktu og kysstu lærin innanverð.

Rass:
Strjúktu hann neðarlega á rassinn en þetta svæði er mjög móttækilegt fyrir nuddi. Byrjaðu neðst á bakinu og nuddaðu í átt að lærum og farðu innarlega. Nótaðu lófana til að mýkja hann upp.

Þýtt af Cosmopolitan.com

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!