KVENNABLAÐIÐ

M A G N A Ð: Hundur hindrar taugaáfall eiganda síns með ASPERGER heilkenni

Myndbandið sem hér má sjá að neðan sýnir ljóslega hvað gerist í raun og veru þegar einstaklingur með Asperger yfirbugast af eigin tilfinningum og brotnar algerlega niður. Það sem einnig má sjá og kemur á óvart, eru viðbrögð hundsins sem hefur hlotið þjálfun til að styðja við eiganda sinn þegar einkenni Asperger keyra úr hófi fram og líðan viðkomandi verður óbærileg.

Stúlkan sem hér má sjá á myndbandinu heitir Danielle Jacobs og deildi myndbandinu sjálf á YouTube í þeim tilgangi að sýna hvað tilfinningalegt niðurbrot völdum Asperger lítur út í raun og veru. Í skýringartexta við myndbandið skrifar Danielle:

Verið svo góð að skrifa ekki neikvæðar athugasemdir við myndbandið, þetta gerðist í fullri alvöru og það er ekki auðvelt fyrir mig að opna mig svona og sýna hvernig daglegt líf mitt er í raun og veru. Þetta er það sem er kallað niðurbrot. Já, Samson er á verði. Ég þjálfaði hann til að vera á varðbergi fyrir einkennum þunglyndis og yfirvofandi sjálfsskaða – ekki bæði – en hann er á varðbergi. Þó það líti út fyrir að hundurinn bregðist hægt við og ég sé róleg – er það vegna þess að ég er að koma út úr niðurbroti en ég fæ oft kvíðaköst í kjölfarið.

Rétt er að vara við áhorfinu, þar sem bæði erfitt og ótrúlegt er að horfa á atburðarásina hér að neðan en Danielle löðrungar sjálfa sig ítrekað meðan Samson bregst samstundis við og virðist vera að róa eiganda sinn niður.

Nú þegar hafa yfir milljón manns horft á og skrifað athugasemdir við myndband Danielle á IMGUR en ófáir hafa skrifað að þeir hafi orðið vitni að sambærilegum viðbrögðum hunda við vanlíðan eiganda sinna með þroskaraskanir – að viðbrögð Samson séu ekki einsdæmi – en það er eitthvað sem allir hundaeigendur reyndar vita.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!