KVENNABLAÐIÐ

B R A V Ó! – Brjóstfæðandi ofurmódel prýðir nýjustu forsíðu ástralska ELLE

Nú er í tísku að vera brjóstfæðandi móðir. Kominn tími til, segja einhverjir baráttuhóparnir fyrir brjóstagjöf og við tökum undir þau orðin – það er sannarlega kominn tími til að brjóstfæðandi mæður njóti opinberrar viðurkenningar – sérstaklega ef tekið er tillit til þeirrar staðreyndar að konur víðsvegar um heim hafa verið reknar út af opinberum fyrirlestrum, af kaffihúsum og eru jafnvel húðskammaðar á biðstofum lækna fyrir það eitt að sinna kalli náttúrunnar og brjóstfæða sársvöng börn sín. Því þótti heyra til stórtíðinda fyrir þegar út spurðist að ritstjóri áströlsku útgáfu ELLE hefði valið brjóstfæðandi móður til að prýða forsíðuna í júní á þessu ári.

Þessa forsíðu ætlaði ritstjóri ástralska ELLE að velja, en hætti við … 

el0615cov_nic_FIN_mktP1

Hátískuritið ELLE slæst þannig í hóp þeirra baráttuhópa sem undirstrika mikilvægi brjóstagjafar og umfaðma óumdeilda fegurðina sem er fólgin í móðurhlutverkinu. Stúlkan sem prýðir forsíðuna með barn sitt í fanginu meðan hún brjóstfæðir er alfyrsta konan sem birtist á forsíðu glansrits með barn á brjósti í sögu ástralskra fjölmiðla og því um merka tímamótaútgáfu að ræða.

Í bloggpósti ritstjórans sem birtist fyrir fáeinum dögum á vef ástralska ELLE, segir:

Við lögðum ekki upp í forsíðutökuna með það fyrir augum að ljósmynda brjóstagjöf. Zion var einfaldlega svangur og Nicole (forsíðufyrirsætan) ákvað að sefa hungur barnsins. Þegar við sáum hvað móðir og barn voru falleg saman ákváðum við að biðja stúlkuna að leyfa okkur að smella af ljósmynd og þetta var útkoman. Augnablikið var ekki uppstillt heldur eðlilegur gangur náttúrunnar og úr varð þessi þróttmikla og glæsilega forsíðumynd.

… og þetta er þá forsíða nýjasta tölublaðs ástralska ELLE: 

el0615cov_nic_FIN_mktP2

 

elle@australia

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!