KVENNABLAÐIÐ

Kampavíns- og hindberjabollakökur sem stela senunni…

Elskarðu hindber? Þá er hérna bollakaka sem þú átt eftir að gera aftur og aftur… Sumarleg og frískandi og tilvalin með glasi af freyði-eða kampavínsglasi. Svo er þær svo fallegar á að líta að þær fegra hvert borð … gott ef þær stela ekki bara senunni gjörsamlega…

 

6

Í kökurnar fer eftirfarandi:

115g smjör

220g sykur

250g hveiti

1,5 tsk lyftiduft

80 ml mjólk

40 ml freyði eða kampavín

2 egg

Hitið ofninn í 180 gráður.

Takið til 12 bollakökuform úr bréfi.

Þeytið saman sykur og smjör þar til sykurinn hefur samlagast smjörinu að fullu.

Setjið eggin saman við og þeytið saman við sykur/smjörblönduna.

Sigtið saman hveiti og lyftiduft og setjið helming af þurrefnablöndunni saman við deigið og hrærið saman á lægsta hraða. Þá bætist mjólkin við og hrærið henni saman við einnig á lægsta hraða. Bætið þá afganginum af þurrefnablöndunni saman við og hrærið allt saman í mjúka blöndu.

Fyllið formin að 2/3 og bakið í 20-22 mínútur eða þar til að bollakökurnar eru fullbakaðar. Það má sannreyna með trétannstöngli sem á að koma hreinn út ef honum er stungið er í miðja kökuna.

Takið kökurnar úr ofninum og látið þær síðan kólna alveg á grind.

3

Fylling:

Merjið hindberin 200 gr og hitið í potti með 4 matskeiðum af sykri á lágum hita. Látið malla stutta stund og látið kólna.

Notið eplakjarnahníf til að hola kökurnar í miðjunni en passið að fara ekki alveg niður á botninn svo fyllingin leki ekki út.

4

Smjörkrem:

250 gr smjör við stofuhita

300 gr flórsykur sigtaður

4 matskeiðar freyði-eða kampavín

1 teskeið hindberjalíkjör

Sigtið flórsykurinn og setjið í skál með smjörinu og freyðivíninu og líkjörnum. Þeytið allt saman fyrst eina mínútu á lægsta hraða og svo fimm mínútur á mesta hraða. Skiptið smjörkreminu í tvær skálar. Ég notaði ofurlítinn rauðrófusafa til að fá helming smjörkremsins fallega vínrauðan en það má líka nota rauðan matarlit.

1

Samsetning:

Holaðu bollakökurnar að innan og fylltu með hindberjafyllingunni. Fyrst smyrðu ólitaða smjörkreminu yfir kökurnar  en litaða smjörkremið seturðu í rjómasprautu og skreytir með því kökurnar.  Hindberin eru svo til að toppa herlegheitin…sigtaðu smávegis af flórsykri yfir svo stirni á þær og njóttu þeirra svo í góðra vina hópi!  Nammi…

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!