KVENNABLAÐIÐ

10 rómantískustu myndir allra tíma

Hvernig væri að kynda aðeins undir rómantíkinni í sambandinu og horfa á góða rómantíska mynd í kvöld með makanum eða ein(n) og sér.
Þessar eru góðar og láta manni líða vel. Ástin er allt um kring.


1. Casablanca (1942)

Casablanca

Algjör klassík og ótrúlega rómantísk. Gerist í Marokkó í seinni heimsstyrjöldinni og segir frá bareigandanum Rick sem þarf að velja á milli ástarinnar í lífi hans, Ilsu, eða að hjálpa eiginmanni hennar í uppreisninni gegn nasistum. Hann hefur aldrei hætt að elska hana en hann bjóst aldrei við að sjá hana aftur. Þegar hún gengur inn á barinn hans er ljóst að henni líður eins.
Myndin á nokkrar klassískar setningar sem hefur lifað með kynslóðum í Bandaríkjunum eins og „Play it again, Sam,“, „Here’s looking at you kid,“ „We always have Paris“, og „This is the beginning of a beautiful friendship“.
Myndin vann til þrennra Óskarsverðlauna; Besta kvikmyndin, besta handrit og besti leikstjóri. Neistinn og ástríðan á milli aðalleikaranna, Humprey Bogart og Ingrid Bergman, er einstök.

 

2. The Princess Bride (1987)

Princess-Bride

Yndisleg ævintýramynd sem segir frá góðri og fallegri stúlku, Buttercup, og ástinni í lífi hennar, Westley. Hann þarf að finna hana og bjarga henni frá illgjörnum atburðum í konungsdæminu.
Það er Robin Wright sem leikur Buttercup og Cary Elwes sem leikur Westley sem segir alltaf við hana „eins og þú óskar“.
Myndin gerist í stórkostlegu landslagi og er smekkfull af óvinum og óvæntum bandamönnum. Rob Reiner leikstýrir og þetta er algjör klassík.

3. Notting Hill (1999)

Notting-Hill

Aðgönguhæsta mynd í Bretlandi þegar hún kom út árið 1999. Í aðalhlutverkum eru Hugh Grant og Julia Roberts. Grant leikur bókabúðareiganda í Notting Hill og hittir þar einn góðan veðurdag fræga ameríska leikkonu sem Roberts leikur. Þrátt fyrir að vera vonlaus í ástum þá heillar hann frægu leikkonuna upp úr skónum.
Myndin gerist í hinu einstaka hverfi Notting Hill í Bretlandi sem gerir mikið fyrir myndina. Frábært handrit og tónlist í þessari mynd og vel leikin.
Myndin vann til BAFTA-verðlauna.

4. Moonstruck (1987)

Moonstruck

Cher og Nicholas Cage í stórkostlegri rómantískri gamanmynd. Loretta Castorini (Cher) finnst hún þurfa að giftast á ný og velur mjög óspennandi gaur, Johnny. En þegar hún hittir bróður Johnny sem Cage leikur þá verður hún óstjórnlega ástfangin af honum og hann er spennandi maður. Ýmislegt gengur á hjá þessari ítölsku fjölskyldu áður en þau ná saman.
Þessi mynd lætur manni líða vel og eldist vel.
Myndin var tilnefnd til 6 Óskarsverðlauna þ.á m. besta leikkonan Cher sem er frábær í þessu hlutverki.

5. Sleepless in Seattle (1993)

Sleepless-In-Seattle

Sagan segir frá Sam (Tom Hanks) sem á erfitt með að komast yfir fráfall eiginkonu sinnar og flytur til Seattle til að flýja minningarnar allt um kring. Án hans vitneskju greinir sonur hans frá ástandi föður síns í útvarpsþætti á jólakvöld sem Annie (Meg Ryan) hlustar á fyrir tilviljun. Annie er blaðamaður í Baltimore og trúlofuð en verður ástfangin af Sam án þess að hafa hitt hann. Hún skrifar honum og stingur uppá því að þau hittist sem gengur mjög erfiðlega. Þegar myndin endar langar þig að horfa aftur. Það er bara þannig.
Frábær tónlist í myndinni, þ.á.m. „As Time Goes By“, „Stardust“, „Stand By Your Man“ og „When I fall in love“ með Celine Dion.

6. Amélie (2001)

Amélie

Amélie er rómantísk gamanmynd um stúlku (Audrey Tautou) sem er tæp heilsulega séð og eyðir tíma sínum aðallega í dagdraumum og ímyndunum. Hún er einangruð en dreymir um að verða ástfangin. Hún ræður sig sem þjónustukona á veitingastað í París og finnur box fullt af æskuminningum einhvers sem hún ásetur sér að finna.
Myndin fékk ótal verðlaun í Evrópu og var tilnefnd til 5 Óskarsverðlauna.

7. Under the Tuscan Sun (2003)

Under-the-Tuscan-Sun

Rithöfundur að nafni Frances (Diane Lane) er eyðilögð eftir að hjónaband hennar flosnar upp eftir framhjáhald eiginmannsins sem yfirgefur hana fyrir aðra konu. Hún fer í rútuferð um Tuscany á Ítalíu en á erfitt með að njóta ferðarinnar og stoppar í bæ sem kallast Cortona, kaupir sér gamla villu og fer að gera hana upp. Fljótlega kynnist hún ástinni sinni og heimili hennar verður fjársjóður bæjarins.
Gerist í ómótstæðilegu umhverfi og ekki frá því að mann langi til að stinga af.
Diane Lane var tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna fyrir leik sinn.

8. Roman Holiday (1953)

Roman-Holiday

Þessi mynd gerist eitt sumar í Róm. Anne prinsessa (Audrey Hepburn) kemur til Rómar frá óþekktu landi og langar að upplifa venjulegt líf. Enginn veit hver hún er og eftir að hafa stungið af og sofnað á bekk þá finnur blaðamaðurinn Joe Bradely (Gregory Peck) hana og fer með hana heim til sín þar sem hann skýtur yfir hana skjólhúsi. Auðvitað verður hann ástfanginn af henni og bæði þurfa þau að játa ýmislegt fyrir hvort öðru áður en þau ná saman.
Myndin var tilnefnd til 10 Óskarsverðlauna og Audrey Hepburn hlaut Óskarinn fyrir besta leikkona í aðalhlutverki en þetta var fyrsta hlutverk Audrey.

9. A Walk in the Clouds (1995)

A-Walk-in-the-Clouds

Í aðalhlutverkum eru þau Keanu Reeves, Debra Messing, Giancarlo Giannini og Anthony Quinn. Myndin gerist í rómantísku umhverfi Napa dalsins og Sonoma í Norður-Kaliforníu. Keanu leikur hermanninn Paul sem snýr aftur eftir stríð og hittir unga konu sem er að koma heim eftir skólavist. Hún er ólétt og kvíðir viðbrögðum afar strangs föður. Paul býðst til að þykjast vera eiginmaður hennar og fljótlega verða þau ástfangin.
Rómantísk saga sem lætur engan snortinn.

10. The Holiday (2006)

THE HOLIDAY

Þessi mynd er svo skemmtileg! Í henni leika Kate Winslet, Cameron Diaz, Jude Law og Jack Black. Sagan fjallar um tvær konur hvor í sinni heimsálfunni sem hafa gefið ástina upp á bátinn og ákveða að hafa húsaskipti yfir hátíðarnar. Amanda (Diaz) býr í LA og Iris (Winslet) býr í Surrey í Bretlandi. Líf þeirra og aðstæður eru svo ólík en þær deila því að þær hafa verið óheppnar í ástum. Amanda hittir bróður Iris sem Jude Law leikur og fellur fyrir honum en hann á sér flókið líf. Iris hittir aftur á móti kvikmyndatónskáldið Jack Black og þeim verður vel til vina.
Það er hægt að horfa á þessa mynd aftur og aftur, svo skemmtileg er hún.

Er einhver rómantísk mynd sem þú elskar sem er ekki á listanum? Endilega deildu því með okkur og settu í athugasemdir.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!