KVENNABLAÐIÐ

Átta ára gömul stúlka döbbar ræðu Trump með hræðilega fyndnum afleiðingum

Bara einn  Trump brandara til viðbótar og svo ekki meir. Bara einn mínútlangan brandara til viðbótar fyrir jól, þar sem átta ára gömul stúlka les yfir ræðu milljarðamæringsins sem vonast til að verða forseti Bandaríkjanna áður en langt um líður.

Er í raun svo ósennilegt að ætla að maðurinn hafi einmitt látið þetta út úr sér fara? Með rödd átta ára gamallrar stúlku? Er ekki bara hægt að ímynda sér, í örstutta stund, að Trump trúi því að hann einn geti sigrað Kínverja, að Bandaríkjamenn séu alltaf að tapa öllu og að hægt verði að markaðssetja Chevrolet í Japan …

Stúlkan sem fer á kostum hér heitir Madeline, er átta ára gömul og er svo sannfærandi í hlutverki Trump að ætla mætti að repúblikaninn sé kominn í mútur, leggi fæð á asíska markaðssnilli og ætli sér að hreppa forsetastólinn, mjóróma og malandi:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!