KVENNABLAÐIÐ

Celine Dion og Michael Bublé í mögnuðum jóladúett – Nú mega jólin koma!

Þá geta jólin komið með tilheyrandi táraflóði, silkimjúkri röddu Celine Dion og látúnsbarkanum Michael Bublé. Hinn draumkenndi dúett steig á svið í þættinum Hollwyood í gærkvöldi og söng ekki eitt, heldur tvö guðdómleg jólalög og eins og ætla má fórst þeim flutningurinn hnökralaust úr hendi.

Hér má sjá Celine, sem orðin er 47 ára gömul, flytja ballöðuna Happy Xmas (War is Over) en gyðjan söng einnig O Holy Night einsömul við dynjandi undirtektir úr sal. Dásamlegt tvíeyki, gullfallegur flutningur og glitrandi tár á vanga; enginn vafi leikur á því hvers vegna þau Celine og Michael státa bæði af heimsfrægð fyrir söngröddu beggja.

Stúlkurnar á ritstjórn fengu kusk í auga þegar ýtt var á PLAY hnappinn og óska lesendum nær og fjær góðs gengis við jólaundirbúninginn í dag!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!