KVENNABLAÐIÐ

Háfemínískar Serena Williams og Amy Schumer kviknaktar fyrir PIRELLI

Amy Schumer prýðir glansdagatal Pirelli 2016 ásamt fleiri stórglæsilegum afrekskonum, en Amy fækkaði öllum fötunum fyrir Annie Leibovitz, sem skaut myndirnar í ár. Sjálf deildi Amy nektarmyndinni á Twitter og sagði einfadlega:

Falleg, ógeðsleg, sterk, grönn, feit, falleg, ljót, sexí, fráhrindandi, lýtalaus, kona. Takk, Annie Leibovitz.

gallery-1448888568-pirelli-calendar-2016-december-amy-schumer_nymvwt

Í fréttatilkynningu sagðist Leibovitz sjálf einlægur aðdáandi kvenna sem troða upp sem háðfuglar á sviði og sagði þannig:

Portrettið af Amy var eiginlega dálítið fyndið. Það var svona eins og hún hefði ekki fengið skilaboðin um að hún gæti alveg verið í fötunum á myndinni.

Í myndbandi sem skotið var að tjaldabaki, sagði Amy þá sjálf um tökuna:

Mér fannst ég fallegri en nokkru sinni fyrr á allri minni ævi og mér leið vel í eigin skinni.

Pirelli dagatalið er oftlega kallað The Cal í daglegu tali og verður þetta í 43 sinn sem dagatalinu er dreift til sérvalinna viðskiptavina, en í ár var fallið frá þeirri hefð að ljósmynda topplausar stúlkur og fáklæddar meyjar.

gallery-1448887831-pirelli-calendar-2016-april-serena-williams-pirelli_son7o4

Þess í stað skaut Leibovitz, sem einnig myndaði stúlkurnar fyrir dagatalið sem kom út árið 2000, afrekskonur í valdastöðum; konur sem að mati Annie eru þróttmiklar að eðlisfari og hafa náð langt í lífinu.

Pælingin var sú að sneiða hjá allri tilgerð og vera mjög blátt áfram.

Auk Amy Schumer sýnir dagtalið einnig þær Serenu Willimans, Patti Smith, Yoko Ono og fleiri gullfallegar konur, en sýnishorn úr tökum má sjá hér að neðan:

gallery-1448887959-pirelli-calendar-2016-november-patti-smith_nymwik

gallery-1448890401-08-pirelli-calendar-2016-august-tavi-gevinson_nymwia

screenshot-www.oystermag.com 2015-11-30 22-02-40

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!