KVENNABLAÐIÐ

Glitskrýddir folar með glimmerskegg koma sjóðheitir inn í skammdeginu

Glitrandi alskegg; gullslegin yfirvaraskegg og glimmerskreytt karlmenni flögra nú sem aldrei fyrr á Instagram og ber ekki á öðru en að glamúrinn verði allsráðandi nú í desember. Í það minnsta þykir ægilega svalt að opna glimmerdolluna og strá undir hendur sér þessi jólin og nú eru fúlskeggjaðir karlar farnir að renna hýru auga til glittískunnar líka.

Sjá: Glimmerskrýddir og kafloðnir handakrikar koma rótsterkir inn fyrir jólin – STREET STYLE

Vissulega höfðar glimmerinn ekki til allra og glittískan fer misvel í menn, en þeir hinir huguðu – sem þora að ríða á vaðið, líta ægilega smekklega út og eru gott ef ekki bara örlítið sexí. Á vefnum Bored Panda má sjá brot af því besta sem ber á Instagram; glitskrýdd karlmenni með glott á vör og gullslegnar … tungur.

Spurningin er þá sú; myndir þú þora?

glitter-beard-trend-64__700

glitter-beard-trend-96__700

glitter-beard-trend-94__700

glitter-beard-trend-69__700

glitter-beard-trend-87__700

glitter-beard-trend-67__700

glitter-beard-trend-78__700

glitter-beard-trend-49__700

glitter-beard-trend-100__700

 glitterbeards@instagram

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!