KVENNABLAÐIÐ

Justin Bieber MYRTUR með BLUE STEEL á vör í nýjum ZOOLANDER 2 trailer

Sjóðheit, öskrandi fyndin og hryllilega forvitnileg kynningarstikla sem sýnir fyrstu brotin úr Zoolander 2 kom út fyrr í dag, en stórmyndin verður frumsýnd um miðjan febrúar á næsta ári og skartar úrvalsliði heimsþekktra leikara.

Aungbrúnalaus Benedikt Cumberbatch hefur þannig tekið yfir sjónarsviðið í hátískuheiminum og þykja Ben Stiller og Owen Wilson ekki par sexí karlfyrirsætur þegar myndin hefst; í hlutverkum Derek Zoolander og Hansel McDonald.

Í nýju myndinni takast þeir Derek og Hansel á við hækkandi aldur og þverrandi vinsældir á tískupöllunum en eru óvænt ráðnir sem flugumenn á vegum Interpol af engri annarri en Penelope Cruz, sem hefur það hlutverk að rannsaka morð Justin Bieber, Demi Lovato,  Usher og fleiri frægra, sem önduðust með Blue Steel á vörum.

Þá segist Hansel sannfærður um að fröken Cruz geti leyst ráðgátuna að baki því HVERS VEGNA allt fallegasta fólk heims hefur verið drepið:

„Hún er sjúklega sexý. Ég treysti henni.“

Eins og áður segir verður Zoolander 2, sem einnig skartar þeim Kristin Wiig, Fred Armisen, Oliviu Munn, Willie Nelson og Will Ferrel í hlutverki Mugatu, frumsýnd um miðbik febrúar á næsta ári, en fyrsta kvikmyndin kom út árið 2001:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!