KVENNABLAÐIÐ

H R E K K J A VÖ K U K O K T E I L L: Kolsvart LAKKRÍSLÓN með VODKA og ÓGEÐFELLDRI sítrónu!

Enn er tími aflögu til að smella í fremur ógeðfellda drykki fyrir kvöldið og þó hér sé minnst á frosna ísmola, er enn tími til stefnu ef hraðinn er hafður á! Það er sjálf Martha Stewart sem á heiðurinn að þessum ógeðfellda, áfenga drykk og ritstjórn leikur forvitni á hver þorir að prófa … en þessi mun í sérstöku uppáhaldi hjá okkur í dag!

Hreint út sagt viðbjóðslega góður vodkakokteill með kolsvörtum lakkrísklaka og sítrónutvisti; þessi er forvitnilegur og skiptir litum, en drykkurinn, sem er alveg litlaus í byrjun, fer að taka á sig svartan lakkríslit þegar klakarnir fara að bráðna …

anise-herbal-tea-herbs

KOLSVARTIR LAKKRÍS ÍSMOLAR – UPPSKRIFT:

Martha vill meina að best sé að mylja niður anisfræ, (hennar uppskrift leggur til 2 matskeiðar af muldum anisfræjum)  en við hér á ritstjórn grípum hins vegar apótekaralakkrísinn og myljum með ágætu mortéli. Þá þarf líka svartan matarlit í dýrðina, en hér fer aðferðin sjálf:

4 bollar af vatni

2 msk mulin anisfræ (svartur apótekaralakkrís)

4 dropar svartur matarlitur

Sjóðið vatnið og hrærið vel saman við mulin fræin (apótekaralakkrísinn) í litlum potti. Sigtið mulninginn (fræin / mulinn lakkrísinn) að lokum frá vatninu sjálfu, sem hefur verið litað af matarlit og hellið í ferköntuð ísmolabox. Frystið undir eins og berið fram þegar drykkurinn er framreiddur, að nokkrum klukkutímum liðnum.

3431946-fresh-black-liquorice-on-white-background

LAKKRÍSLÓN MEÐ VODKATVISTI OG DÍSÆTRI SÍTRÔNU:

Tvöfaldur – Vodki

Einfaldur – Þunnfljótandi sýróp (sjá ágæta uppskrift hér)

Tvær matskeiðar – Ferskur sítrónusafi

Lakkrísmolar beint úr frystinum

Blandið vodka, sírópi og sítrónusafa saman í kokteilhristara og hristið vel. Drykkurinn ætti að duga fyrir tvo í lág whiskeyglös, en þegar blandan hefur verið hrist og hellt í glösin, eru svartir ísmolar settir út í glösin og  fyllt upp með sódavatni.

screenshot-www.marthastewart.com 2015-10-31 13-51-20

Skemmtilegt getur verið að skreyta með stífri lakkrísstöng, sem stendur upp úr glasinu, en drykkurinn – sem er litlaus í fyrstu – fer að taka á sig svarta mynd, þegar klakarnir fara að bráðna.

BERIÐ FRAM STRAX – FULL HRYLLINGS!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!