KVENNABLAÐIÐ

FEELING MYSELF: MAGNAÐ myndbrot af Beyoncé og Nicki Minaj æfa fyrir TIDAL tónleikana

Beyoncé er ekkert öðruvísi en við; hún mismælir sig og hrasar, elskar tyggjó og flissar upp úr þurru – springur úr hlátri í miðri störukeppni og þarf að æfa stíft fyrir eigin tónleika.

Það var sjálf Beyoncé sem deildi myndbandinu á Facebook síðu sinni sl. mánudag en myndbandið, sem er einnar mínútu langt sýnir Beyoncé skora á Nicki í störukeppni.

„Ég klikka örugglega fyrst,“ – segir Beyoncé. „Förum samt í keppni. Sjáum hver gefst upp!“

(Grein heldur áfram neðan við myndband):

Ice GrillLet’s see who cracks first…

Posted by Beyoncé on Monday, October 26, 2015

Þökk sé litlu flugunni sem tók upp eftirfarandi myndbrot sem sýnir þær Beyoncé og Nicki Minaj á æfingu fyrir Feeling Myself sem þær fluttu saaman á TIDAL 10/20 góðgjörðartónleikunum fyrir skömmu; nú vitum við LOKS hvað gengur á bak við luktar dyr en svona líta þær þá út í æfingagírnum, stöllurnar og það er greinilegt að þær eru – einmitt – hreint út sagt ekkert öðruvísi en við hin!  

Hér má sjá magnaðan flutning þeirra Beyoncé og Nicki á sviði TIDAL tónleikana og afrakstur þrotlausra æfinga er öllum ljós, þó ekki fæstir viti hversu mikill hlátur og fjör ríkir á æfingum, ef marka má myndbandið að ofan:

Nicki Minaj x Beyonce – Feelin’ Myself live ( Full )Nicki Minaj x Beyonce – Feelin’ Myself live Tidal ( Full )For more : Beyoncé France ( Share the video )

Posted by Beyoncé France on Tuesday, October 20, 2015

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!