KVENNABLAÐIÐ

Má bjóða yður í te og sítrónubita!

Þetta er ekta breskt og hvernig væri að bjóða vinkonunum í enskt teboð og bjóða upp á smurðar smásamlokur og sítrónubökubita! Svo mætti kannski horfa á góða breska sakamálaseríu…en fyrir alla muni prófið þessa því hún er svo góð!

641_201 Lemon Bars

Botninn:

250 grömm smjör við stofuhita
1/2 bolli strásykur
2 bollar hveiti
1/8 tsk salt

Fyllingin:

6 stór egg við stofuhita
3 bollar strásykur
2 mtsk sítrónubörkur rifinn af um það bil 3-4 sítrónum
1 bolli nýkreistur sítrónusafi
1 bolli hveiti
Flórsykur til að sáldra
Hitið ofninn í 175 gráður.

1. Hrærið saman smjörið og sykurinn í hrærivél á hægum hraða.
2. Bætið hveitinu og saltinu samanvið og látið samlagast.
3. Takið deigið úr skálinni og setjið á hveitstráða borðplötu og hnoðið saman í kúlu.
4. Takið deigið og þrýstið því niður með fingrunum í ferkantað bökunarform og látið deigið ná aðeins upp á kantana.
5. Kælið.

Takið botninn úr kæli og bakið í 15-20 mínútur þar til botninn brúnast ofurlítið. Látið kólna á grind.

1. Þeytið saman eggin, sykurinn, rifna sítrónubörkin, sítrónudjúsinn og hveitið sem á að fara í fyllinguna. 2. Hellið yfir botninn og bakið aftur í 30-35 mín eða þr til fyllingin er að fullu bökuð og hætt að renna til.
3. Kælið þar til sítrónubakan er við stofuhita.
4. Sáldrið ofurlítið af flórsykri yfir bökuna, skerið hana í þríhyrninga og berið fram…t.d með góðu Earl grey tei. Darling would you like a cup of tea?

 

Uppskrift frá Inu Garten.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!