KVENNABLAÐIÐ

HVEITILAUSAR pönnukökur á MORGUNVERÐARBORÐIÐ með kanel, HUNANGI og eplum!

Hér er komnar ljúffengar og heilnæmar morgunverðarpönnukökur (eða lummur, eins og þær amerísku myndu útleggjast á íslenskri tungu) – en þessi uppskrift er trefjarík og talsvert hollari en hefðbundnar hveitipönnukökur.

Í þær fer fínmalað haframjöl – i bókstaflegri merkingu, því mjölið þarftu að mala í matarvinnsluvél eða kaffikvörn, áður en þú bætir þeim út í blönduna. Athugaðu þó að uppskriftin er ekki endilega glútenfrí, nema þú veljir glútenfrítt haframjöl.

apple-fruit-pictures

U P P S K R I F T:

¼ bolli haframjöl (malað í matarvinnsluvél eða kaffikvörn)

1 stórt egg

1 tsk lyftiduft

½ tsk matarsódi

½ tsk salt

1 bolli (amerísk mælieining) möndlumjólk

1 msk lífrænt hunang

2 msk grísk jógúrt

1 tsk kanell

1 niðurskorið epli

  1. Setjið haframjölið, lyftiduftið, matarsódann og saltið í stóra skál. Bætið nú öllum hinum innihaldsefnum, nema eplinu – saman við og hrærið vel saman þar til deigið er orðið slétt og áferðarfallegt.
  2. Hitið upp steikarpönnu á meðalhita á hellu og spreyjið með bökunarspreyji, ef pannan er ekki teflonhúðuð.
  3. Hellið u.þ.b. ½ bolla (amerísk mælieining) á pönnuna. Bíðið þar til loftbólur taka að myndast á yfirborði pönnukökunnar og leggið þá örfáar eplasneiðar á pönnukökuna. Leyfið pönnukökunni að bakast örlítið lengur og snúið henni svo við. Bakið vel á báðum hliðum, eða þar til pönnukakan er orðin gylltbrún og falleg beggja megin.
  4. Berið pönnukökurnar fram heitar; með pönnusteiktum eplasneiðum og lífrænu hunangi – ágætt er að bæta örlitlu grísku jógúrti ofan á pönnukökuna!

http___makeagif.com__media_8-11-2014_AdLFHm

Verði ykkur að góðu!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!