KVENNABLAÐIÐ

REMOVED: – Nístandi áhrif samskiptamiðla á nánd ástvina í máli og myndum

Óhugnarlega friðsælar ljósmyndirnar sem hér má sjá varpa nístandi skörpu ljósi á þann veruleika sem farsíma- og spjaldtölvunotkun geta haft á eðlileg samskipti ástvina í daglegu lífi.

Serían, sem hefur yfir sér nær skelfilega rósemi, er hugarfóstur bandaríska ljósmyndarans Eric Pickersgill sem fékk hugmyndina einn dag þegar hann var við störf á kaffihúsi nokkru í New York fyrir einhverju síðan. Fyrir augu Eric bar heila fjölskyldu sem sat og naut veitinga, hvort með sína spjaldtölvu og farsíma en enginn ræddi saman við borðið. Þess í stað voru allir fjölskyldumeðlimir djúpt sokknir ofan í þann sýndarveruleika sem sjá mátti á örsmáum farsímaskjám og mátti varla nokkur vera að því að teygja sig í kökubitana, sem biðu á borðinu.

Í viðtali við Mashable sagði Eric sýnina hafa hreiðrað um sig í huga hans og ásótt hann:

Ég tók ekki ljósmynd af fjölskyldunni, en sjálf senan er brennd mér í minni – áhorfið hafði djúp áhrif á mig sem manneskju.

Það var þessi sama sýn, sem bar fyrir augu Eric, sem varð að lokum að seríunni sem ber heitið REMOVED og sýnir hvað stendur eftir þegar farsímar og spjaldtölvur eru tekin úr höndum fólks, en manneskjurnar sjálfar standa eftir í sömu sporum:

eric-pickersgill-thumbnail

Það sem eftir stendur þegar snjalltækin hafa verið fjarlægð úr höndum fólks eru farrænir elskendur, utangátta fjölskyldur, áhugalausir vinir og dauflyndir einstaklingar sem stara tómeygðir á eigin hendur.

Angie_and_Me

Viðbrögð almennings hafa eðlilega verið sterk og sumir hafa gagnrýnt ljósmyndarann fyrir að gera seríuna aðgengilega á netinu, þar sem um flugbeitta gagnrýni á notkun snjalltækja er að ræða. Aðrir hafa hrósað framtakinu í hástert og sagt verk Eric endurspegla þarfa áminningu.

Dæmi hver fyrir sig – hér fer brot úr sjálfri seríunni sem má skoða HÉR

snoopys

wendy_brian_kids

grant

michelle_and_jimmy

debbie_kevin

cody_and_erica

REMOVED

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!