KVENNABLAÐIÐ

SEX hugfangnir bræður heilsa NÝFÆDDRI SYSTUR sinni í allra fyrsta sinn

Fjölskyldan rataði í heimsfréttir fyrr á þessu ári fyrir það eitt að eiga von á stúlku, en þau Stephen og Cher Lair urðu fræg á einni nóttu ef svo má segja gegnum YouTube, en fyrir áttu hjónin eina sex drengi og í sjöundu tilraun, kom stúlkubarn loks undir.

Upprunalega myndbandið sem þau hjónin birtu á YouTube, komst undir hendur Ellen DeGeneres sem kallaði þau í þáttinn til að fagna stúlkubarninu sem Cher gekk með undir belti og um hríð var vart um annað rætt en drengina sex sem brátt myndu eignast litla systur.

Átta milljónir manns víða um heim fögnuðu ákaft með fjölskyldunni og um síðir tók látunum að linna, eða rétt áður en litla stúlkan, sem beðið hafði verið með óþreyju á þrettán ára langri göngu þeirra hjóna gegnum getnað, barnsfæðingar og uppeldi drengja. Sögðust foreldrarnir varla undir það búin að taka á móti stúlku, því heimilið væri undirlagt af drengjum: 

Við erum ekkert sérstaklega bleik fjölskylda, en þó örlar á bleiku í húsinu. Stúlkunafnið höfum við svo geymt harðlæst í öryggishvelfingu fjölskyldunnar í ein 13 ár og nú fáum við loks að afhjúpa nafngiftina.

Litla stúlkan, sem án efa verður augasteinn allrar fjölskyldunnar hefur þá hlotið nafngiftina Ruby Jane Lair og verður án alls efa umvafin ást og kærleika sex bræðra og elskandi foreldra.

En fegursta augnablikið og það sem allir munu sennilega horfa til með rök augu þegar fram í sækir og börnin vaxa úr grasi, er myndbandið hér að neðan sem sýnir bræðurna sex taka á móti systur sinni heim af fæðingardeildinni og heilsa henni með virktum í allra fyrsta sinn.

Ruby litla Jane er elskuð – svo mikið er víst:

Cutest video of the year!

Posted by The News & Observer on Tuesday, October 6, 2015

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!