KVENNABLAÐIÐ

6 reglur fyrir fasta bólfélaga: „Ég er ekki tilbúin/n í samband strax ….“

Auðvitað erum við einhleypingarnir flest í leit að sálufélaga. Svona undir niðri alla vega. Þó fæst okkar vilji viðurkenna það; einhleypa lífernið er æði og allt það … og hvað var það svo með leikfélagann? Má kona sofa hjá? Hvaða reglur er best að hafa í heiðri þegar bólfélagi er valinn?

Getur hrátt kynlíf leitt eitthvað meira af sér? Má eiga tvo elskhuga? Fara bólfélagar á stefnumót og gista bólfélagar saman? Hvernig er best að haga sambandi sem byggir á kynlífi og engum dýpri tilfinningum? Hér fara nokkrar grundvallarreglur sem ágætt er að hafa í heiðri …

Auglýsing

#1 – Bentu á þann sem þér þykir bestur (verstur):

Já, í alvöru. Dragðu þann sem fer mest í taugarnar á þér (en þú laðast ósegjanlega að, engu að síður) á tálar. Þann sem er yfirleitt ósammála þér; veldu þennan sem er alltaf yfirgengilega hrokafullur. En á góðan máta. Hér er ekki á við að þú eigir að snara upp allra mesta dónanum sem hefur rekið á fjörur þínar og fara rakleiðis í sleik við frekjudolluna; öllu heldur er átt við félagann sem fær þig til að hlæja en fer samt fínlega í taugarnar á þér undir niðri. Stríðni er svo skemmtilega lostafull orka. Þú skilur. Þig hefur undir niðri alltaf langað að sofa hjá honum, en samband milli ykkar myndi einfaldlega aldrei ganga upp. Alöðunin er gagnkvæm, orkan sem umlykur ykkur tvö er líkamlega tælandi en um leið og dýpri samræður ber á góma, þá er úti um framhaldið og upp fyrir þér rennur að þessum manni gætir þú ekki deilt heilli kvöldstund með, nema bæði væru fáklædd og hurðin að svefnberginu maraði í hálfa gátt ….

 

#2 – Vertu skýr frá upphafi – gagnvart sjálfri þér og honum:

Að eiga bólfélaga er annað en að eiga kærasta. Bólfélagar fara ekki saman á stefnumót; aldrei út að borða saman og hittast ekki yfir léttvíni til að eiga huggulega stund saman. Það gerir bara fólk sem ætlar sér að dýpka nándina og kynnast betur. Bólfélagar, aftur á móti, hittast í hádegishlénu og eiga lostafulla stund saman – hittast seint að kvöldi til – og gista aldrei hjá hvoru öðru. Leikurinn snýst um kynlíf og ekkert nema kynlíf.

 

#3: Áminntu sjálfa þig aftur og aftur; þetta er ekki ást heldur kynlíf.

Þú ákveður sjálf leikreglurnar. Opnar dyrnar og getur lokað á samskiptin þegar þú vilt. Þú ákveður sjálf hvort þú viljir taka þér bólfélaga og mundu – þegar sú ákvörðun hefur verið tekin á annað borð, að hamingjutilfinningin, vellíðanin og jákvæðu hugsanirnar tengjast kynferðislegri útrás en hafa sjaldnast neitt með ást að gera. Að eiga bólfélaga getur verið unaðslegt, en þið eigið ekki í tilfinningasambandi. Né er heldur nein framtíð fólgin í rúmbyltunum. Hann er bólfélagi og ævintýrið mun taka endi bráðlega.

 

#4 – Slepptu fram af þér beislinu og leiktu þér að vild með honum!

Já, í alvöru! Settu hundaól á elskhugann, klæddu þig í upphá stígvél, farðu í leðurgallann og mjálmaðu! Að eiga bólfélaga á að vera skemmtilegt, lifandi og snýst um að bæði fái uppbyggilega og lostafulla, dásamlega og galsafulla útrás! Þið eigið ekki í ástarsambandi, þið eruð bólfélagar! Þið leikið ykkur saman í rúminu og allt má – svo fremri að bæði samþykki reglurnar áður en farið er af stað!

 

#5 – Ekki og aldrei láta bjóða þér neitt sem ofbýður siðgæðisvitund þinni:

Þið eruð bólfélagar; þú ert ekki ambátt mannsins. Þú átt ekki að láta bjóða þér neina vitleysu, þó hvorugt ykkar ætli sér að ana út í tilfinningasamband að svo stöddu. Hann ætti að koma tímanlega, hringja ef honum seinkar og gagnkvæm virðing er algert og ófráviðvíkjanlegt skilyrði. Óvirðing, dónaskapur og fráhrindandi framkoma á ekkert erindi inn í samskipti bólfélaga. Leikurinn byggir á léttleika, forvitni og lostafullri stríðni. Hann er lánsamur að mega skríða upp í rúm hjá þér, án þess að nokkuð meira hangi á spýtunni – gleymdu því aldrei.

Auglýsing

#6 – Markmiðið er lostafull nánd og kynferðisleg útrás:  

Þó þér sé engin alvara í sjálfu sér, þrátt fyrir að þú eigir bólfélaga og viljir ekki tengjast manninum nánari böndum, er ekki þar með sagt að þú sért lauslát að eðlisfari og eigir að skammast þín fyrir að vilja leika þér örlítið. Undir niðri erum við öll í leit að sálufélaganum – en einhver okkar taka sér einfaldlega lengri tíma til að skima í kringum okkur á markaðinum og við það er ekkert að athuga. Það er fyllilega eðlilegt að vilja leika sér örlítið áður en gengið er í hjónaband og hver var það sem sagði að kynlíf yrði að fara á bannlista meðan á leitinni að þeim eina sanna stendur?

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!