KVENNABLAÐIÐ

Kæra Deitbók: Þessi með illa lyktandi …

Kæra Deitbók –

Ég las grein á vef SYKUR um daginn sem fjallaði um hreinlæti karlmanna og mundi þá eftir því þegar mér var boðið á deit af einum myndarlegum og spennandi manni sem var örlítið eldri en ég.

Við förum út að borða og sitjum og spjöllum í dágóðan tíma. Þetta var nokkuð gott deit og ósköp venjulegt, ef ég á að segja eins og er. Hann borgar fyrir okkur bæði, þó ég bjóðist til að borga fyrir mig. Mér finnst það alltaf gaman þegar það lifir enn í deitmenningunni að hann borgi fyrir matinn.

Það er nefnilega ekki alltaf þannig. Ég hef farið á deit þar sem sá yndislegi herramaður spurði mig áður en við pöntuðum, hvort ég væri ekki alveg örugglega með pening á mér. Jú jú, sjálfsagt að borga fyrir mig, en nokkuð mörg stig missti hann fyrir það eitt að spyrja mig að því svona strax. Needless to say; það varð aldrei meira úr því.

Við kveðjumst með knús og kossi á kinnina og hann segir að þetta hafi verið gaman og að við ættum endilega að hittast aftur. Ég segist vera til í það, enda engin ástæða til að gefa þessu ekki smá séns.

Þegar ég er að keyra heim, fæ ég skilaboð:

Þú ert frábær, skemmtileg og mjög falleg stelpa en mig langar að vera alveg heiðarlegur við þig og segja þér að ég er bara að leita að bólfélaga.

Þetta kom á óvart. Sérstaklega vegna þess að hann bauð mér út að borða (en spurði ekki hvort hann mætti koma heim til mín) og þrýsti ekki á neina likamlega snertingu á deitinu.

Ég melti í smá stund og segi síðan bara: Nei.

Ekkert að því að eiga bólfélaga en einhvern veginn vil ég ekki hafa þann stimpil á mér alveg frá upphafi: 

– Mér finnst þú alveg fín en ekki þannig að mig langi í eitthvað meira með þér.

– Þú er flott en leiðinleg.

– Ég held að ég eigi alveg fínan séns á að fá að ríða án þess að skuldbinda mig eftir að hafa boðið þér út.

… eða hvað?

Við tölumst ekkert við í smá tíma, eða alveg þar til ég er heima að láta mér leiðast eitt kvöldið. Það mikið leiddist mér að ég hef samband við hann og spyr hvort hann vilji ekki bara koma við í smá stund.

Æ, af hverju ekki? Maður verður nú að hafa smá gaman að þessu lika.

Það tekur ekki langan tíma þar til hann er kominn. 30 mínútur eða svo! Þetta er eins og að panta sér pizzu … að panta sér kynlíf … greinilega!

Þetta fer bara beint út í akkúrat það sem planið var; við förum inn í svefnherbergi, úr fötunum og ég rétti honum smokk.

Hans viðbrögð?

Ætlarðu í alvörunni að láta mig nota þetta?

Já.

Hann dettur bara niður og eitthvað, ég get ekki notað þetta … geturðu alla vega tottað mig?

Ég finn strax, í smá fjarlægð, að þarna er eitthvað sem er ekki eins og það á að vera. Mögulega er þetta afleiðing þess að þarna er einhver sem vill ekki nota smokka.

Typpalykt! Lyktin er það sterk að hún finnst þó ég sé ekki með höfuðið nálægt klofinu á honum.

NEI. Ég er sko EKKI að fara að setja þetta í munninn á mér!

Reyndar finnst mér það ekki aðlaðandi að gera það við einhvern sem ég er að sofa hjá í fyrsta skipti – yfir höfuð – en þarna er þetta einstaklega fráhrindandi. Geta menn virkilega ætlast til þess að einhver setji bara kynfærin á sér í munninn á þér strax? Og það óþrifinn?

… hrollur …

Ég segi bara að ég sé ekki að fara að gera það í þetta sinn.

Hans viðbrögð?

Við eigum á bara greinilega enga samleið í rúminu!

.. nei, elsku vinur. Það eigum við greinilega ekki þar sem ég hef smá standard um hvernig ég vil láta koma fram við mig.

Hann skellir sér í fötin á ljóshraða, gengur út og skellir hurðinni á eftir sér. Sko, hann SKELLIR hurðinni!

HVAÐ VAR ÞETTA eiginlega? Ég er kannski skrýtin, en ég móðgast ekki, heldur fer bara að hlæja – alein! Aldrei hef ég lent í slíkri barnalegri hegðun á ævi minni! Hvað var ég að spá, að bjóða honum hingað?

Ennþá nakin í rúminu, tek ég upp símann og hringi í vinkonu mína:

Þú getur ekki ímyndað þér hverju ég var að lenda í hérna …

Hver lendir eiginlega í svona hlutum?

Ég.

Vaka Nótt

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!