KVENNABLAÐIÐ

Instagram-stjarnan Baddie Winkle (87): „Ég ÞOLI ekki föt fyrir gamlar konur!“

Helen Van Winkle þekkja ekki margir, en öðru máli gegnir um 87 ára gamla Instagram-stjörnuna Baddie Winkle, sem er alteregó Helenar. Sú gamla státar af ríflega milljón fylgjendum á samskiptamiðlinum og er löngu orðin heimsfræg, allt fyrir tilstilli 19 ára gamallrar langömmudóttur hennar sem tekur myndir af þeirri gömlu og hlær á götum úti.

Sú gamla er vel liðin í Hollywood, dansar um í rósóttum kjólum og grípur gjarna jónu á mynd; er vinkona Nicole Richie og Miley Cyrus og lætur allan hugsanlegan dónaskap vaða þegar henni sýnist svo. Að ekki sé minnst á glæstan sundfatnaðinn sem hæfir kornungum ofurmódelum og Baddie gamla klæðist gjarna sjálf á góðvirðisdögum, en sjálf segist hún hafa iðkað stuld á eiginmönnum annarra kvenna allt frá árinu 1928.

11018530_1631472293740457_1298814538_n

Baddie segir þá kenningu að fólk eigi að klæðast í samræmi við aldur algjört kjaftæði og segir þannig í nýlegu viðtali við Refinery 29:

„Mér finnst ég ekki vera gömul. Mér hefur aldrei liðið eins og gamalli konu. Mér finnst að fólk eigi að fá að klæða sig eins og það sjálft vill.“

11049302_364687773729357_162396253_n

Ekki margir vita þó að Baddie, sem er alteregó Helenar, steig fram skömmu eftir andlát eiginmanns hennar:

„Þú veist aldrei hvað á eftir að gerast. Ég kenndi Guði fyrst um. Ég grét alla liðlanga daga og gat ekki sætt mig við missinn. Á endanum skapaði ég Baddie Winkle, sem hjálpaði mér að yfirstíga söknuðinn.“

11085192_915486361840892_971513933_n

Þó Baddie sé hlynnt grasreikingum, segist Helen sjálf ekki reykja mariuana, þrátt fyrir að Instagram láti annað í veðri vaka. Allt er þetta sprell og glens í Baddie og Kennedy, 19 ára gömlu langömmubarni hennar. Það er Kennedy sem tekur allar myndirnar og hjálpar Baddie gömlu að velja úr sæg fata, sem þær stöllur fá send í pósti beint úr smiðju þekktra hönnuða í þeirri von að Baddie klæðist þeim á næstu ljósmynd.

„Ég þoli ekki föt sem eru gerð fyrir gamlar konur. Ég hef aldrei gengið í svoleiðis fötum á ævi minni. En ég myndi heldur aldrei ganga í minipilsi sem nær rétt niður fyrir rassaboruna. Jú, ég hef setið fyrir í svoleiðis pilsum á mynd, en það var bara í djóki.“

924554_950078508402719_721590835_n

Hverju sem því líður segir Helen að Baddie hafi hjálpað henni að yfirstíga sorgina sem helltist yfir hana þegar eiginmaður hennar dó, að alteregó hennar hafi hjálpað henni að styrkja tengslin við fjölskylduna og haldi húmornum í lagi.

„Baddie hefur kennt mér svo mikið; að lifa og leyfa öðrum að lifa. Mig langar að vera öðru eldra fólki fyrirmynd. Við lifum bara einu sinni, svo endilega reynum að hafa gaman að þessu öllu saman.”

Meet 87-Year-Old Instagram Sensation Baddie WinkleThe true story of 87-year-old Instagram star BaddieWinkle. 1 million followers and counting.

Posted by Refinery29 on Monday, August 31, 2015

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!