KVENNABLAÐIÐ

Jákvæð afstaða Íslendinga til sýrlenskra flóttamanna vekur heimsathygli

Ákall íslensku þjóðarinnar til stjórnvalda um endurskoðun á fyrirhuguðum fjölda sýrlenskra flóttamanna hefur vakið mikla athygli, en erlendir miðlar á borð við The Guardian og Time eru meðal þeirra heimsmiðla sem hafa tekið málið upp á sína arma.

Frétt Guardian kveður þannig á að um 12.000 þegnar smáþjóðar í norðri hafi undirritað opið bréf til Eyglóar Harðardóttur félagsmálaráðherra þar sem fram kemur að þeir vilji gjarna taka á móti fleiri flóttamönnum og séu fyllilega reiðubúnir að bjóða fram húsaskjól, fæði og klæði. Fram kemur einnig í fréttinni að Ísland sé eitt friðsælasta landsvæði heims en að hvergi ríki jafnmiklar óeirðir og einmitt í Sýrlandi.

Rithöfundurinn og háskólakennarinn Bryndís Björgvinsdóttir er nefnd í frétt The Guardian, en það var hún sem stóð að baki opnu ákalli til ríkisstjórnarinnar sl. sunnudag þar sem hún bað Íslendinga að ljá málstað sýrlensks flóttafólks stuðning með því að undirrita opið bréf til íslensku ríkisstjórnarinnar. Hópurinn sem vísað er til ber heitið Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar og hafa 12.000 íslendingar svarað kallinu þegar þetta er ritað.

„Fjölmargir þeirra sem boðið hafa fram aðstoð sína hafa einnig sagt að þeir muni opna heimili sín og leggja persónulega sitt af mörkum til að hjálpa flóttafólki að aðlagast” segir einnig á vef The Guardian. „Ég get gefið fatnað, eldhúsáhöld, boðið fram rúm og herbergi á Hvanneyri fyrir sýrlenskt flóttafólk” segir þannig einnig í umfjöllun og eru Íslendingar lofaðir í hástert fyrir rausnarlegt framlag sitt til hjálpar flóttafólks frá stríðshrjáðum landsvæðum.    

Þá vísar The Guardian ennfremur í umfjöllun RÚV þar sem Bryndís sjálf segir að íslenskur almenningur hafi einfaldlega fengið nóg. „Ég held að fólki þyki einfaldlega nóg komið af fréttum frá botni Miðjarjarðarhafs þar sem aðstæður deyjandi fólks í flóttamannabúðum eru sýndar og Íslendingar vilja að eitthvað verði gert í stöðunni.”

Frétt The Guardian má lesa hér en TIME fjallaði einnig um málið fyrr í dag.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!