KVENNABLAÐIÐ

Allt BRJÁLAÐ á VMA – Nicki Minaj segir Miley Cyrus tík og tók lagið með Taylor Swift

Nicki Minaj og Taylor Swift hafa grafið stríðsöxina eftir tilfinningarík átök á Twitter fyrir skemmstu, sem skóku poppheiminn og tróðu þannig eftirminnilega upp á sviði MTV VMA verðlaunafhendingarinnar í gærkvöldi, þar sem Kanye West tilkynnti meðal annars fyrirhugað framboð til forseta og Justin Bieber grét hástöfum á sviði.

920179-515c469c-4f7f-11e5-9956-40bbe7ca6ff2

Nicki, sem hlaut meðal annars viðurkenningu sem besti Hip-Hop listamaðurinn, sparaði hins vegar ekki stóru orðin og sendi sjálfri Miley Cyrus fingurinn á sviði svo ljóst er að átökin eru hvergi nær á enda – en sérfróðir telja þó að opinbert rifrildið hafi verið sett á svið og að þær Miley og Nicki séu bestu mátar að tjaldabaki.

2015-mtv-video-music-awards-fixed-show

Heildarlista yfir útnefnda og sigurvegara kvöldsins má sjá á vef Rolling Stones en ritstjórn slær botninn í umfjöllun MTV VMA verðlaunaafhendingarinnar sem fram fór í gærkvöldi með stórglæsilegu opnunaratriði Nicki og Taylor, sem sýnir og sannar að samstaða skilar mestu:

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!