KVENNABLAÐIÐ

Hlutir sem þú ættir ekki að gera svo kærastinn þinn sjái til

Ein mesta hræðsla í samböndum er að ástríðan deyji í sambandinu og það er alls ekki óalgengt að það gerist.
Það er sumt sem maður á að gera í einrúmi og ekki láta maka sinn sjá því það gerir ekkert fyrir löngun og ástríðu. Það vill t.d. enginn heyra um sveppasýkinguna sem þú ert með yfir kvöldmatnum eða horfa á hann plokka nefhárin fyrir framan spegilinn á kvöldin.

Vertu þú sjálf(ur) auðvitað en haltu sumu fyrir þig alveg sama hversu vel ykkur líður í návist hvors annars.
Hér eru nokkrir hlutir sem þú gerir ekki fyrir framan kærastann þinn.

Take-a-Shower-Together

 

1. Pissa í sturtuna, ekki smart. Gulur pollur á gólfinu er ekki að gera sig jafnvel þó hann skolist fljótt niður.

2. Ekki kreista bólur fyrir framan hann og ekki láta hvort annað kreista bólur á hinu þó hún sé á bakinu. Bannað!

3. Prumpa með stolti er ekki málið. Slys geta komið fyrir en á þeirri mínútu sem þið farið að gefa hvort öðru fimmu þegar þið prumpið þá þarf að endurskoða málið.

4. Aldrei segja honum frá því hvernig hægðir þínar litu út. Alveg sama hvað er í gangi. Það er of mikið að upplýsingum. Og lokaði hurðinni þegar þú ert að gera númer 2.

6544-000863a

5. Borða upp af gólfinu er eitthvað sem margir gera. Missa eitthvað á gólfið og taka það upp og stinga í munninn. Nei, nei, nei, aldrei láta hann sjá það.

6. Deila tannbursta. Hvað er verra en morgunandfýla? Munnurinn á þér er fullur af bakteríum svo ekki nota sama tannburstann.

7. Ekki ræða við hann um þvagfæra- eða sveppasýkinguna þína. Það sama á við um gyllinæð. Við þurfum ekki að lýsa þessu eða tala um þetta. Haltu þessu bara fyrir sjálfa þig.

8. Bora í nefið og þá erum við að tala um virkilega bora í nefið.

9. Ekki ræða fjölda bólfélaga á undan honum. Frá hans sjónarhorni séð þá voru leggöngin á þér ekki til áður en hann kom til sögunnar. Hann vill ekki vita það.

healthandfitnesstips.info_

10. Ekki reyna lesa sms-in hans. Og aldrei reyna komast í símann hans eða tölvu og lesa sms eða tölvupósta. Þér kemur þetta alls ekki við og grefur undan öllu trausti í sambandinu.

11. Þú þarft ekkert að gefa honum nákvæmar lýsingar af blæðingunum þínum. Segðu lækninum þínum það, vinkonu eða mömmu þinni.

12. Ekki kjafta í hann öllu sem bestu vinkonur þínar treysta þér fyrir. Það er ekki rétt. Þið tvö eruð ekki eitt og vinkona þín vildi ekki segja honum frá þessu heldur þér.

13. Ekki tala illa um mömmu hans. Strákar elska mömmu sína og þeir þola ekki að heyra illa talað um hana.

14. Ekki vera segja honum frá því ef einhver er að reyna við þig. Þú ert kannski rosa ánægð með það en hann vill ekki heyra það og það gerir ekkert fyrir hann og samband ykkar. Hann veit og þykir þú vera eftirsóknaverð og þarf ekki að vita að öðrum finnist það.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!