KVENNABLAÐIÐ

Elskan, æfum heima

Hversu mörgum hitaeiningum brennir þú á rómantísku stefnumóti?

Göngutúr
Ef þið leiðist og labbið rólega saman stutta vegalengd þá er það rómantískt og þú brennir um 28 hitaeiningum.

Gamnislagur
Hver á að fá fjarstýringuna eða gamnislagur í sófanum yfir einhverju kjánalegu getur kynnt undir rómantíkina og þú brennir um 50 hitaeiningum í u.þ.b. 5 mínútna slag.

Í sturtu saman
Allir vita hvað rennandi vatn getur gert fyrir rómantíkina í sambandinu en vissir þú að 15 mínútna sturta þar sem þið eruð saman brennir um 40 hitaeiningum.

10523999_369468396546534_8893498838775397917_n

Forleikur
Sumir vilja meina að hann sé ofmetinn en 10 mínútna forleikur fær þig til að brenna um 25 hitaeiningum.

Nudd
Ef þú nuddar hann í um 10 mínútur þá brennir þú um 48 hitaeiningum og oft leiðir nautnafullt nudd til skemmtilegrar stundar í rúminu.

Kelerí
Gott kelerí er heldur betur grennandi. Ef þú kelar í um 20 mínútur þá brennir þú um 59 hitaeiningum.

Munnmök
Þú brennir 100 hitaeiningum á klukkustund ef þú tottar hann. Okey, við vitum að þú gerir það kannski ekki í heila klukkustund, en hey við vildum bara fá þig til að hugsa stórt…

10734164_364833513676689_119777287045734325_n

Þiggja munnmök
Þú eyðir um 80 hitaeiningum á klukkustund við það eitt að þiggja munnmök og er þetta ein „besta“ leiðin til að brenna hitaeiningum. Sennilega mun hann ekki hafa úthald í heila klukkustund en maður má láta sig dreyma.

„Quickie!
5 mínútna „quickie“ eyðir 25 hitaeiningum.

Samfarir
Hún ofan á í 15 mínútur brennir um 75 hitaeiningum. Strákar elska þessa stellingu því það gefur þeim tækifæri til að horfa á hvað þú ert falleg.

Það er því ljóst að rómantísk kvöldstund getur verið á við góða æfingu í ræktinni og því ekki að æfa heima alla þessa viku. Sendu þetta á hann og athugaðu hvort hann sé ekki til?

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!